Innlent

Heilsugæslan Fjörður vígð í Hafnarfirði í dag

Heilsugæslan Fjörður í Hafnarfirði var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Um nýja heilsugæslu er að ræða og mun hún þjóna íbúum Álftanes og Hafnarfjarðar. Á heilsugæslunni verður veitt almenn læknis- og hjúkrunarþjónusta, slysa og bráðaþjónusta.

Aðstaða á nýju heilsugæslunni þykir með besta móti en um er að ræða um 1000 fermetra húsnæði á tveimur hæðum. Yfirlæknir heislugæslunnar Fjörður er Guðrún Gunnarsdóttir og hjúkrunarforstjóri er Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir ánægjulegt að heilsugæslan Fjörður sé orðin að veruleika.

Heilsugæslan Fjörður er staðsett á 3. og 4. hæð í verslunarkjarnanum Fjörður. Á heilsugæslunni verður veitt almenn læknis- og hjúkrunarþjónusta, slysa og bráðaþjónusta. Þar verður jafnframt veitt meðgönguvernd, undbarnavernd, rannsóknarþjónusta, bólusetningar. Skólaheilsugæsla og heimahjúkrun verður einnig sinnt frá heilsugæslunni. Sex heilsugæslulæknar munu starfa við heilsugæsluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×