Sport

Campo er falur fyrir rétt verð

NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce segir að vel megi vera að hann leyfi varnarmanninum Ivan Campo að snúa aftur til Spánar, þar sem hann hefur verið orðaður við gamla liðið sitt Mallorca, en aðeins ef rétt verð fáist fyrir hann. Samningur Campo við Bolton rennur út í sumar.

"Campo fer ekki fet fyrr en í sumar nema við fáum mjög gott verð fyrir hann. Það getur vel verið að hann geti fengið fínan samning hjá Real Mallorca núna, en ég tel engu að síður að best væri fyrir hann að reyna að spila sig aftur inn í liðið hjá okkur og eiga þannig möguleika á að semja aftur við Bolton," sagði Allardyce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×