Innlent

Sterling sakað um brot á dönskum samkeppnislögum

Dönsk samkeppnisyfirvöld segja Lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinga, brjóta lög. Sterling innheimtir of há gjöld af flugmiðum sem keyptir eru með greiðslukortum. Kaupi viðskiptavinur flugmiða á tvö-hundruð og sextíu danskrar krónur getur hann þurft að borga þrjátíu krónur í kostnað sé borgað með ákveðnum kreditkortum eins og Diners Club eða American Express og tíu krónur borgi hann með Master Card eða Visa. Svo há gjöld innheimta kreditkortafyrirtækin ekki og Sterling tekur mismuninn og það segja dönsk samkeppnisyfirvöld vera ólöglegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×