Vistor skipt í aðskilin félög

Stjórn Vistor hf. hefur samþykkt að skipta félaginu upp í tvö aðskilin félög. Er það sagt gert til að auka sóknarfæri og skerpa áherslur í starfseminni. Nýtt dreifingarfyrirtæki að nafni Distica hf. sinnir vörustjórnun og dreifingu fyrir Vistor og aðra innan lyfja- og heilbrigðisgeirans. ¿Vistor hf. mun einbeita sér að markaðsstarfi fyrir umbjóðendur fyrirtækisins,¿ segir í tilkynningu, meðan Distica tekur við dreifingarstarfsemi Actavis á Íslandi frá og með áramótum. Rekstur félaganna, sem bæði eru í eigu eignarhaldsfélagsins Veritas Capital hf., verður aðskilinn og lúta þau sinni stjórninni hvort. Gylfi Rútsson hefur verið ráðinn forstjóri Distica. Forstjóri Vistor er Hreggviður Jónsson. - óká