Erlent

Hrynur úr Eyrarsundsbrú

Eyrarsundsbrú.
Skemmdir hafa myndast í brúnni.
Eyrarsundsbrú. Skemmdir hafa myndast í brúnni.

Dönsk og sænsk yfirvöld hafa nú miklar áhyggjur af Eyrarsundsbrúnni því sprungur hafa myndast í steinsteypunni og steypuklumpar eru farnir að hrynja ofan í sjóinn. Hafa áhafnir skipa og báta verið varaðar við að sigla undir skemmd svæði brúarinnar, því óttast er að steinsteypubútar geti fallið á skip og valdið slysum eða miklu tjóni.

Við athugun nýverið kom í ljós að sprungurnar myndast í steypuna á fimm kílómetra löngu svæði þegar lestir fara yfir brúna.

Viðgerð mun hefjast 8. janúar og talið er að hún muni taka minnst hálft ár, segir í frétt sænska blaðsins Dagens Nyheter.

Brúin, sem opnuð var árið 2000, er tæplega sextán kílómetra löng og tengir Danmörku við Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×