Lífið

Mílanó bannar mjónur

Ofurmjóar fyrirsætur bannaðar.
Í Mílanó hefur verið ákveðið að banna fyrirsætur sem uppfylla ekki þyngdarskilyrðin á hinum svokallaða BMI skala. Þessi mynd af fyrirsætu frá tískuvikunni í Madríd í fyrra hefur vakið mikla athygli enda fyrirsætan óhugnanlega grönn.
Ofurmjóar fyrirsætur bannaðar. Í Mílanó hefur verið ákveðið að banna fyrirsætur sem uppfylla ekki þyngdarskilyrðin á hinum svokallaða BMI skala. Þessi mynd af fyrirsætu frá tískuvikunni í Madríd í fyrra hefur vakið mikla athygli enda fyrirsætan óhugnanlega grönn. MYND/Getty

Nú hefur ein stærsta tískuborgin í heiminum, Mílanó, slegist í hópinn í baráttunni gegn átröskun og útlitsdýrkun. Stjórnendur tískuvikunnar Camera Nazionale Della Moda Italiana, hafa ákveðið að banna öllum fyrirsætum sem eru undir kjörþyngd á hinum svokallaða BMI-skala að taka þátt í sýningunum og tískuvikunni í heild sinni.

Þeir fylgja því í fótspor nágranna sinna í Madríd sem riðu á vaðið með þessar reglur í haust.

Umræðan um þyngd fyrirsætna hefur verið mjög heit upp á síðkastið og hafa meðal annars hönnuðir á borð við Karl Lagerfeld og Diane Von Furstenberg stutt þessar reglur heilshugar.

Á þessu ári hafa þrjár vinsælar fyrirsætur á tvítugsaldri dáið úr átröskunarsjúkdómum og urðu dauðföllin kveikjan að þessari umræðu sem hefur þó verið viðloðandi tískuheiminn.

Spekingar telja að fyrst í Mílanó sé búið að banna of mjóar fyrirsætur á tískupöllunum sé ekki langt í að þessar reglur verði settar á öllum tískuvikum í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.