Tveir nýir Manager-leikir 7. desember 2006 00:01 Loksins hægt að spila leikinn á PSP. Nýir Football Manager-leikir eru komnir út fyrir Xbox 360 og á Playstation Portable. Leikurinn á PSP nefnist Football Manager Handheld en í honum er að finna fjöldann allan af nýjum möguleikum sem gera leikmönnum auðveldara að stýra leiknum. Í fyrsta skipti er núna hægt að stýra landsliðum og senda frá sér hóp af hæfileika-njósnurum til þess að skoða leikmenn en áður fyrr var aðeins hægt að senda einn í einu. Af fleiri nýjungum má nefna að bætt hefur við fleiri deildum í leikinn og meðal þeirra eru sú ástralska og sú portúgalska. Eins og í öðrum leikjum á PSP er hægt að spila við aðra PSP-tölvu en þær tengjast með þráðlausu neti. Football Manager 2007 sem er kominn á Xbox360 tekur fyrri útgáfum leiksins fram með því að styðja Xbox Live Vision myndavélina og Xbox Live „Fantasy Draft“ möguleikann. „Fantasy Draft“ er nýr möguleiki þar sem allt að átta leikmenn keppa um að ná í leikmenn úr gagnabanka leiksins og byggja þar með upp sitt draumalið, en síðan er hægt að keppa með þessum liðum í bikarkeppni í gegnum Xbox Live. Auk þessara nýjunga inniheldur leikurinn flesta þá valmöguleika sem voru í fyrri leiknum, ásamt því sem þekkist úr PC-útgáfu leiksins. Það er því af nægu að taka fyrir fótboltaáhugamenn, en einnig eru komnir út Fifa 07 og sjötti Pro Evolution leikurinn. Leikjavísir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Nýir Football Manager-leikir eru komnir út fyrir Xbox 360 og á Playstation Portable. Leikurinn á PSP nefnist Football Manager Handheld en í honum er að finna fjöldann allan af nýjum möguleikum sem gera leikmönnum auðveldara að stýra leiknum. Í fyrsta skipti er núna hægt að stýra landsliðum og senda frá sér hóp af hæfileika-njósnurum til þess að skoða leikmenn en áður fyrr var aðeins hægt að senda einn í einu. Af fleiri nýjungum má nefna að bætt hefur við fleiri deildum í leikinn og meðal þeirra eru sú ástralska og sú portúgalska. Eins og í öðrum leikjum á PSP er hægt að spila við aðra PSP-tölvu en þær tengjast með þráðlausu neti. Football Manager 2007 sem er kominn á Xbox360 tekur fyrri útgáfum leiksins fram með því að styðja Xbox Live Vision myndavélina og Xbox Live „Fantasy Draft“ möguleikann. „Fantasy Draft“ er nýr möguleiki þar sem allt að átta leikmenn keppa um að ná í leikmenn úr gagnabanka leiksins og byggja þar með upp sitt draumalið, en síðan er hægt að keppa með þessum liðum í bikarkeppni í gegnum Xbox Live. Auk þessara nýjunga inniheldur leikurinn flesta þá valmöguleika sem voru í fyrri leiknum, ásamt því sem þekkist úr PC-útgáfu leiksins. Það er því af nægu að taka fyrir fótboltaáhugamenn, en einnig eru komnir út Fifa 07 og sjötti Pro Evolution leikurinn.
Leikjavísir Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira