Innlent

Nefin seldust víða upp

Hér sjást borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson, Stefán Jón Hafstein ásamt Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra með rauð nef.
Hér sjást borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson, Stefán Jón Hafstein ásamt Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra með rauð nef.

Rauðu nefin sem seld voru í tilefni dags rauða nefsins í gær seldust víða upp. Í mörgum verslunum 10-11 seldust nefin upp og þurfti að beina fólki í aðrar verslanir í leit að nefjum. Í Bónus, ESSO og Glitni gekk salan einnig vonum framar.

Mörg fyrirtæki keyptu nef í hundraða tali en ágóði af sölunni rennur til verkefna UNICEF sem starfar með bágstöddum börnum um allan heim.

Hápunktur söfnunarinnar var sjónvarpsútsending Stöðvar 2 þar sem allir helstu skemmtikraftar landsins lögðu sitt af mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×