Heimilisofbeldi – falið vandamál 1. desember 2006 05:00 Nú stendur yfir 16 daga átak í 16. sinn undir yfirskriftinni: Eflum mannréttindi – stöðvum ofbeldi gegn konum. Af því tilefni hafa Kvenfélagasamband Íslands, Soroptimistasamband Íslands og Zonta á Íslandi tekið höndum saman um að opna augu almennings fyrir heimilisofbeldi. Klúbbar og félög innan sambandanna eru starfrækt um allt land og munu þau sérstaklega hvetja sína félagsmenn til að vera vakandi gagnvart heimilisofbeldi og halda umræðunni opinni á sínu svæði. Það hefur sýnt sig að með opinni umræðu nýta fleiri þá þjónustu sem er í boði fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Við hvetjum því konur og aðra sem búa við eða þekkja til einhvers sem býr við heimilisofbeldi að kynna sér þau úrræði sem eru í boði. Listi yfir helstu aðila sem geta veitt stuðning og aðstoð vegna heimilisofbeldis má finna t.d. á vefsíðum www.kvennaathvarf.is og www.barn.is.Hvað er heimilisofbeldi?Samkvæmt skilgreiningu Samtaka um kvennaathvarf er um að ræða heimilisofbeldi þegar einn fjölskyldumeðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins til tilfinningalegrar-, félagslegrar- og fjárhagslegrar bindingar. Fjölskyldutengsl milli gerenda og þolenda ofbeldis geta verið með ýmsu móti en í langflestum tilvikum er um að ræða karlmann sem beitir konu ofbeldi í skjóli líkamlegra yfirburða.Heimilisofbeldi getur birst í ýmsum myndum og getur bæði verið andlegt og líkamlegt. Andlegt ofbeldi þar sem fórnarlambið er markvisst brotið niður með hótunum, kúgun og niðurlægingu, er oft undanfari líkamlegs og/eða kynferðislegs ofbeldis. Það er ekki síst hið andlega ofbeldi sem erfitt er að greina og átta sig á. Samkvæmt tölum frá Samtökum um Kvennaathvarf nefna um 90% þeirra kvenna sem leituðu til athvarfsins 2005 andlegt ofbeldi sem eina af ástæðum komu sinnar þangað. Þessar tölur sýna að nauðsynlegt er að opna umræðuna og vekja athygli á því að skilgreining á heimilisofbeldi á ekki einungis við líkamlegt ofbeldi.Hvað getur þú gert?Yfirleitt bera konur ekki með sér að þær búi við heimilisofbeldi og halda því svo leyndu, jafnvel árum saman, að nánir aðstandendur hafa ekki hugmynd um ástand mála. Jafnvel áttar þolandi sig ekki á vandanum heldur tekur á sig alla ábyrgð og reynir af vanmætti að bæta ástandið með því að „hegða sér betur“. Fyrir þann sem stendur utan við er auðvelt að segja „af hverju fer hún bara ekki?” Það getur hins vegar verið mjög erfitt að brjótast út úr ofbeldissambandi þar sem búið er að brjóta niður sjálfsmynd viðkomandi.Fyrsta skrefið er að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður búi við ofbeldi og það næsta að geta viðurkennt það fyrir öðrum. Það er hins vegar einnig ábyrgð samfélagsins að berjast gegn heimilisofbeldi. Ef grunur vaknar um ofbeldi á heimili skal samkvæmt leiðbeiningum Samtaka um kvennaathvarf fylgja þeirri reglu að konan sjálf sé sérfræðingur í sínum málum. Það er því nauðsynlegt að taka ekki fram fyrir hendurnar á þolendum heldur veita stuðning og benda á úrræði. Besti stuðningurinn felst oft í því að hlusta án þess að dæma og reyna að vekja þann skilning að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt. Höfundar eru Guðrún Hansdóttir, formaður Zontasambands Íslands, Rannveig Thoroddsen, verkefnisstjóri mennta- og menningarmála, Soroptimistasambandi Íslands og Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir 16 daga átak í 16. sinn undir yfirskriftinni: Eflum mannréttindi – stöðvum ofbeldi gegn konum. Af því tilefni hafa Kvenfélagasamband Íslands, Soroptimistasamband Íslands og Zonta á Íslandi tekið höndum saman um að opna augu almennings fyrir heimilisofbeldi. Klúbbar og félög innan sambandanna eru starfrækt um allt land og munu þau sérstaklega hvetja sína félagsmenn til að vera vakandi gagnvart heimilisofbeldi og halda umræðunni opinni á sínu svæði. Það hefur sýnt sig að með opinni umræðu nýta fleiri þá þjónustu sem er í boði fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Við hvetjum því konur og aðra sem búa við eða þekkja til einhvers sem býr við heimilisofbeldi að kynna sér þau úrræði sem eru í boði. Listi yfir helstu aðila sem geta veitt stuðning og aðstoð vegna heimilisofbeldis má finna t.d. á vefsíðum www.kvennaathvarf.is og www.barn.is.Hvað er heimilisofbeldi?Samkvæmt skilgreiningu Samtaka um kvennaathvarf er um að ræða heimilisofbeldi þegar einn fjölskyldumeðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins til tilfinningalegrar-, félagslegrar- og fjárhagslegrar bindingar. Fjölskyldutengsl milli gerenda og þolenda ofbeldis geta verið með ýmsu móti en í langflestum tilvikum er um að ræða karlmann sem beitir konu ofbeldi í skjóli líkamlegra yfirburða.Heimilisofbeldi getur birst í ýmsum myndum og getur bæði verið andlegt og líkamlegt. Andlegt ofbeldi þar sem fórnarlambið er markvisst brotið niður með hótunum, kúgun og niðurlægingu, er oft undanfari líkamlegs og/eða kynferðislegs ofbeldis. Það er ekki síst hið andlega ofbeldi sem erfitt er að greina og átta sig á. Samkvæmt tölum frá Samtökum um Kvennaathvarf nefna um 90% þeirra kvenna sem leituðu til athvarfsins 2005 andlegt ofbeldi sem eina af ástæðum komu sinnar þangað. Þessar tölur sýna að nauðsynlegt er að opna umræðuna og vekja athygli á því að skilgreining á heimilisofbeldi á ekki einungis við líkamlegt ofbeldi.Hvað getur þú gert?Yfirleitt bera konur ekki með sér að þær búi við heimilisofbeldi og halda því svo leyndu, jafnvel árum saman, að nánir aðstandendur hafa ekki hugmynd um ástand mála. Jafnvel áttar þolandi sig ekki á vandanum heldur tekur á sig alla ábyrgð og reynir af vanmætti að bæta ástandið með því að „hegða sér betur“. Fyrir þann sem stendur utan við er auðvelt að segja „af hverju fer hún bara ekki?” Það getur hins vegar verið mjög erfitt að brjótast út úr ofbeldissambandi þar sem búið er að brjóta niður sjálfsmynd viðkomandi.Fyrsta skrefið er að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður búi við ofbeldi og það næsta að geta viðurkennt það fyrir öðrum. Það er hins vegar einnig ábyrgð samfélagsins að berjast gegn heimilisofbeldi. Ef grunur vaknar um ofbeldi á heimili skal samkvæmt leiðbeiningum Samtaka um kvennaathvarf fylgja þeirri reglu að konan sjálf sé sérfræðingur í sínum málum. Það er því nauðsynlegt að taka ekki fram fyrir hendurnar á þolendum heldur veita stuðning og benda á úrræði. Besti stuðningurinn felst oft í því að hlusta án þess að dæma og reyna að vekja þann skilning að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt. Höfundar eru Guðrún Hansdóttir, formaður Zontasambands Íslands, Rannveig Thoroddsen, verkefnisstjóri mennta- og menningarmála, Soroptimistasambandi Íslands og Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar