Ég verð alltaf Íslendingur 24. nóvember 2006 05:15 Ræða Magnúsar Þórs sem hann hélt á dögunum á Alþingi er örþrifaráð Frjálslyndaflokksins til þess að þurrkast ekki út í næstu kosningum. Hún er illa ígrunduð og væri í raun hlægileg ef ekki væri fyrir undirtón rasisma og þjóðernisöfga og í kjölfarið aukið fylgi flokksins. Frjálslyndiflokkurinn með náfrænda minn, Guðjón A. Kristjánsson, í broddi fylkingar ætlar að fara sömu leið og Norski framfaraflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn sem byggir m.a. á þeirri hugmynd að sá einn er Dani sem kominn er af danskri jörð og því lengra aftur sem menn geta rakið ættir sínar þar á bæ, því danskara er blóðið sem rennur í æðum þeirra. Forystumenn flokka leita allra leiða til þess að auka fylgi sitt og horfa því eðlilega til nágrannalandanna. Í Danmörku og Noregi hafa þessir tveir harðlínu þjóðernisflokkar náð völdum og ég spái því að þetta sé aðeins byrjunin hjá Frjálslyndaflokknum, án þess glata þeir þeim stuðningi sem þeir hafa náð og hætta aftur að vera til. Í ræðu Magnúsar eru mörg upphrópunarmerki og enn fleiri spurningar m.a. hvort við séum í stakk búin til að taka á móti þessu fólki. Þetta yrðu ekki aðeins fátækir karlmenn og konur að leita sér að vinnu, sennilega vilja þau fá ættingja sína hingað líka, það væri bara mannlegt, skrifar Magnús. Ég efast stórlega um að þegar Magnús bjó í Noregi, meira og minna í fimmtán ár til þess að vinna og afla sér menntunar, hafi hann verið að nauða í sínum nánustu að gerast Norðmenn og mér er óskiljanlegt afhverju hann vill meina öðru fólki að afla sér menntunar eða tekna hér á landi. Við erum í EES, við erum hluti af fjölþjóða-og fjölmenningarsamfélaginu og okkur ber siðferðisleg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið til Íslands. Útlendingar sem gerast Íslendingar skapa störf, þeir kaupa í matinn, stækka hverfin, það þarf að byggja húsnæði og verslanir, þeir þurfa að klæða sig og fæða.Ég er ekki rasistiMagnús Þór Hafsteinsson hefur oft tekið fram að hann sé ekki rasisti. Þessi fyrirvari er að verða svolítið grunsamlegur. Hann gerði það strax í ræðu sinni á Alþingi og það oftar en einu sinni. Hann hefur einnig gert það við fleiri tækifæri, á heimasíðu sinni og í viðtölum við hina ýmsu fjölmiðla og hefur tekið það fram hvað eftir annað í eltingarleik sínum við þá sem fjalla um ræðu hans á netinu. Gott við umræðunaKostirnir við umræðuna eru þeir að ríkistjórnin hefur ákveðið að leggja hærri fjárhæðir til þess að mennta fólk sem hér vill búa og vonandi verður hún til þess að breyta viðhorfi okkar gagnvart þeim sem hingað flytjast búferlum.Það ber að varast flokka eins og Frjálslyndaflokkinn. Magnús Þór og Jón Magnússon, formaður Frjáls afls, hafa kvartað sáran undan hvernig umræðan hefur þróast. En ef þú hrópar úlfur úlfur, óígrundaðar skoðanir þínar er alveg eins víst að einhver hrópi til baka til að kveða þig í kútinn, kalli þig hreinlega bjána eða í sumum tilfellum taki í lurginn á þér. Það var hlegið að fyrstu tilraun Hitlers til þess að ná völdum ásamt elliærum hershöfðingja. Síðar var Nazistaflokkurinn kosinn lýðræðislega til valda og restina af sögunni þekkja flestir. Viðvörunabjöllunum hringir víða í okkar vestræna heimi, sem betur fer erum við upplýstari og höfum vonandi lært af sögunni. Við verðum að standa vörð um mannréttindi og sýna mönnum eins og Magnúsi og Jóni að við tökum ekki mark á svona bulli, þó þeir reyni á seinni stigum málsins að breyta úlfinum í umhyggju fyrir okkur og þeim.Að lokumJón Magnússon, formaður Frjáls afls og meðlimur í Frjálslyndaflokknum, skrifaði ansi þjóðernissinnaða grein í blaðið fyrir nokkru síðan, sem inniheldur aðallega hræðslu höfundar við fólk sem er af erlendu bergi brotið. Ég tel að það væri hið besta mál fyrir íslensku þjóðina að blandast, við getum t.a.m. þakkað það frönskum sjómönnum að Austfirðir og Strandir urðu ekki úrkynjaðar.Á heimasíðu Jóns Magnússonar má lesa um þjóðskáldið Stein Steinarr og þátttöku hans í kommúnista-flokki Íslands. Jón hefði átt að segja frá veru Steins á Siglufirði. Til að gera langa sögu stutta, þá var Steinn dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að skera niður Nazistafána sem Sophus Blöndal, vararæðismaður Þýskalands, hafði hengt upp í garðinum sínum. Hann reif hann í sundur, fleygði honum í forarpoll og traðkaði á honum. Ég skora því á alla þegna landsins að rífa niður alla þá fána sem Frjálslyndiflokkurinn heldur á lofti, fleygja þeim í forarpoll og traðka rækilega á honum.Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Ræða Magnúsar Þórs sem hann hélt á dögunum á Alþingi er örþrifaráð Frjálslyndaflokksins til þess að þurrkast ekki út í næstu kosningum. Hún er illa ígrunduð og væri í raun hlægileg ef ekki væri fyrir undirtón rasisma og þjóðernisöfga og í kjölfarið aukið fylgi flokksins. Frjálslyndiflokkurinn með náfrænda minn, Guðjón A. Kristjánsson, í broddi fylkingar ætlar að fara sömu leið og Norski framfaraflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn sem byggir m.a. á þeirri hugmynd að sá einn er Dani sem kominn er af danskri jörð og því lengra aftur sem menn geta rakið ættir sínar þar á bæ, því danskara er blóðið sem rennur í æðum þeirra. Forystumenn flokka leita allra leiða til þess að auka fylgi sitt og horfa því eðlilega til nágrannalandanna. Í Danmörku og Noregi hafa þessir tveir harðlínu þjóðernisflokkar náð völdum og ég spái því að þetta sé aðeins byrjunin hjá Frjálslyndaflokknum, án þess glata þeir þeim stuðningi sem þeir hafa náð og hætta aftur að vera til. Í ræðu Magnúsar eru mörg upphrópunarmerki og enn fleiri spurningar m.a. hvort við séum í stakk búin til að taka á móti þessu fólki. Þetta yrðu ekki aðeins fátækir karlmenn og konur að leita sér að vinnu, sennilega vilja þau fá ættingja sína hingað líka, það væri bara mannlegt, skrifar Magnús. Ég efast stórlega um að þegar Magnús bjó í Noregi, meira og minna í fimmtán ár til þess að vinna og afla sér menntunar, hafi hann verið að nauða í sínum nánustu að gerast Norðmenn og mér er óskiljanlegt afhverju hann vill meina öðru fólki að afla sér menntunar eða tekna hér á landi. Við erum í EES, við erum hluti af fjölþjóða-og fjölmenningarsamfélaginu og okkur ber siðferðisleg skylda til þess að bjóða þetta fólk velkomið til Íslands. Útlendingar sem gerast Íslendingar skapa störf, þeir kaupa í matinn, stækka hverfin, það þarf að byggja húsnæði og verslanir, þeir þurfa að klæða sig og fæða.Ég er ekki rasistiMagnús Þór Hafsteinsson hefur oft tekið fram að hann sé ekki rasisti. Þessi fyrirvari er að verða svolítið grunsamlegur. Hann gerði það strax í ræðu sinni á Alþingi og það oftar en einu sinni. Hann hefur einnig gert það við fleiri tækifæri, á heimasíðu sinni og í viðtölum við hina ýmsu fjölmiðla og hefur tekið það fram hvað eftir annað í eltingarleik sínum við þá sem fjalla um ræðu hans á netinu. Gott við umræðunaKostirnir við umræðuna eru þeir að ríkistjórnin hefur ákveðið að leggja hærri fjárhæðir til þess að mennta fólk sem hér vill búa og vonandi verður hún til þess að breyta viðhorfi okkar gagnvart þeim sem hingað flytjast búferlum.Það ber að varast flokka eins og Frjálslyndaflokkinn. Magnús Þór og Jón Magnússon, formaður Frjáls afls, hafa kvartað sáran undan hvernig umræðan hefur þróast. En ef þú hrópar úlfur úlfur, óígrundaðar skoðanir þínar er alveg eins víst að einhver hrópi til baka til að kveða þig í kútinn, kalli þig hreinlega bjána eða í sumum tilfellum taki í lurginn á þér. Það var hlegið að fyrstu tilraun Hitlers til þess að ná völdum ásamt elliærum hershöfðingja. Síðar var Nazistaflokkurinn kosinn lýðræðislega til valda og restina af sögunni þekkja flestir. Viðvörunabjöllunum hringir víða í okkar vestræna heimi, sem betur fer erum við upplýstari og höfum vonandi lært af sögunni. Við verðum að standa vörð um mannréttindi og sýna mönnum eins og Magnúsi og Jóni að við tökum ekki mark á svona bulli, þó þeir reyni á seinni stigum málsins að breyta úlfinum í umhyggju fyrir okkur og þeim.Að lokumJón Magnússon, formaður Frjáls afls og meðlimur í Frjálslyndaflokknum, skrifaði ansi þjóðernissinnaða grein í blaðið fyrir nokkru síðan, sem inniheldur aðallega hræðslu höfundar við fólk sem er af erlendu bergi brotið. Ég tel að það væri hið besta mál fyrir íslensku þjóðina að blandast, við getum t.a.m. þakkað það frönskum sjómönnum að Austfirðir og Strandir urðu ekki úrkynjaðar.Á heimasíðu Jóns Magnússonar má lesa um þjóðskáldið Stein Steinarr og þátttöku hans í kommúnista-flokki Íslands. Jón hefði átt að segja frá veru Steins á Siglufirði. Til að gera langa sögu stutta, þá var Steinn dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að skera niður Nazistafána sem Sophus Blöndal, vararæðismaður Þýskalands, hafði hengt upp í garðinum sínum. Hann reif hann í sundur, fleygði honum í forarpoll og traðkaði á honum. Ég skora því á alla þegna landsins að rífa niður alla þá fána sem Frjálslyndiflokkurinn heldur á lofti, fleygja þeim í forarpoll og traðka rækilega á honum.Höfundur er rithöfundur
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun