Fékk skilnaðar-SMS frá Britney í miðjum sjónvarpsþætti 9. nóvember 2006 12:00 Britney og Federline á Grammy-verðlaunahátíð í Los Angeles þann 8. febrúar þegar allt lék í lyndi. MYND/AP Poppprinsessan Britney Spears hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn Kevin Federline eftir tveggja ára hjónaband. Federline frétti af skilnaðinum í miðjum sjónvarpsþætti í gegnum SMS-skilaboð. Federline var gestur í raunveruleikaþættinum Exposed, eða „Afhjúpaður", í Kanada þegar hann frétti að skilnaðinum í gegnum SMS. Federline hafði verið fylgt eftir allan daginn í þættinum og hafði hann meðal annars lýst yfir því hversu sterkt samband þeirra hjóna var. Talaði hann þó um að erfitt væri að vera fjarverandi frá eiginkonunni og börnunum tveimur, hinum eins árs Sean Preston og hinum tveggja mánaða Jayden James.Hjá letterman Britney Spears mætti óvænt í heimsókn til David Letterman á mánudagskvöld. Minntist hún engu orði á skilnaðinn. Þessi mynd var tekin er hún heimsótti Letterman í mars á þessu ári.fréttablaðið/apÍ miklu uppnámi Um kvöldið snæddi Federline síðan kvöldverð fyrir augum myndavélanna en fór fljótt að einbeita sér að farsíma sínum. Eftir stutta stund reif hann af sér hljóðnemann og rauk út í miklu uppnámi. Sneri hann síðan aftur í þáttinn hálftíma síðar til að ljúka upptökunum.í sjónvarpsþætti Kevin Federline lýsti yfir ást sinni á Britney í sjónvarpsþætti í Kanada skömmu áður en hann fékk SMS-skilaboð um að hjónabandið væri úr sögunni.„Þú ert núll og nix“ Vísbendingar um að ekki væri allt með felldu í hjónabandinu voru greinilegar í útgáfuteiti Federline vegna rappplötu hans í Los Angeles í síðustu viku. Rifust þau heiftarlega sem endaði með því að Britney kallaði á hann: „Þú ert einskis virði, þú ert núll og nix", og rauk síðan í burtu hágrátandi. Nokkrum dögum síðar ætluðu þau að snæða saman kvöldverð í New York en Feder-line lét ekki sjá sig. Lífvörður Britney hljóp þá í skarðið og borðaði dýrindis matinn með söngkonunni. Britney náði fram hefndum nokkrum dögum síðar með því að mæta ekki í útgáfuteiti Federline á næturklúbbi í New York. Þegar Federline var spurður hvar eiginkonan væri sagðist hann ekki vita það. Síðar um kvöldið þegar plötusnúðurinn skellti lagi Britney, Slave 4 U, á fóninn, brást Federline hinn versti við og skipaði honum að skipta undir eins um lag. Einnig vakti það athygli þegar Britney kom óvænt fram í kvöldþætti David Letterman á mánudagskvöld með nýja hárgreiðslu þar sem hún minntist ekki einu orði á skilnaðinn. Jafnframt má geta þess að fyrir tveimur vikum tók Feder-line á leigu piparsveinaíbúð í Los Angeles, í 45 mínútna keyrslu frá glæsivillu þeirra hjóna í Malibu.Skilnaðarplaggið sem Britney sendi inn til dómstóla í Los Angeles eftir tveggja ára hjónaband.Renndi sér á skautum Nokkrum klukkustundum eftir að Britney sótti um skilnaðinn, þar sem hún sagði ástæðuna vera óásættanlegan ágreining, sást til hennar renna sér á skautum í Rockefeller Center í New York ásamt fyrrum umboðsmanni sínum og ráðgjafa, Larry Rudolph. Virtist hún bæði hamingjusöm og í góðu andlegu jafnvægi. Hugsanlega er ástæðan léttir eftir allt sem á undan var gengið, þar á meðal stöðugt áreitið frá fjölmiðlum vegna sambandsins undanfarin tvö ár. Skilnaðurinn í loftinuÍ rauninni hafa fjölmiðlar haldið því fram, nánast frá byrjun, að skilnaður lægi í loftinu þrátt fyrir að þau hjón hafi ávallt neitað þeim sögusögnum. Fregnir af rifrildum þeirra og að Federline væri fluttur út birtust hvað eftir annað. Í desember í fyrra þurfti upplýsingafulltrúi Britney að neita því opinberlega að þau væru að skilja og að Federline hefði farið fram á hvorki meira né minna en 8,5 milljarða króna. „Þessi saga er ósönn og er bara til þess að skemma fyrir. Þau eru eins og flest önnur pör, þau rífast og sættast síðan. Þeim líður vel og eru hamingjusöm," sagði upplýsingafulltrúinn. En skjótt skipast veður í lofti og nú er skilnaðurinn sem svo margir höfðu óskað eftir orðinn að veruleika. Britney hefur krafist fulls forræðis yfir börnunum tveimur. Jafnframt er talið að Federline fái lítinn pening við skilnaðinn þar sem þau skrifuðu undir hjúskaparsáttmála á sínum tíma sem fól í sér að Britney myndi halda auðæfum sínum ef kæmi til skilnaðar. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Sjá meira
Poppprinsessan Britney Spears hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn Kevin Federline eftir tveggja ára hjónaband. Federline frétti af skilnaðinum í miðjum sjónvarpsþætti í gegnum SMS-skilaboð. Federline var gestur í raunveruleikaþættinum Exposed, eða „Afhjúpaður", í Kanada þegar hann frétti að skilnaðinum í gegnum SMS. Federline hafði verið fylgt eftir allan daginn í þættinum og hafði hann meðal annars lýst yfir því hversu sterkt samband þeirra hjóna var. Talaði hann þó um að erfitt væri að vera fjarverandi frá eiginkonunni og börnunum tveimur, hinum eins árs Sean Preston og hinum tveggja mánaða Jayden James.Hjá letterman Britney Spears mætti óvænt í heimsókn til David Letterman á mánudagskvöld. Minntist hún engu orði á skilnaðinn. Þessi mynd var tekin er hún heimsótti Letterman í mars á þessu ári.fréttablaðið/apÍ miklu uppnámi Um kvöldið snæddi Federline síðan kvöldverð fyrir augum myndavélanna en fór fljótt að einbeita sér að farsíma sínum. Eftir stutta stund reif hann af sér hljóðnemann og rauk út í miklu uppnámi. Sneri hann síðan aftur í þáttinn hálftíma síðar til að ljúka upptökunum.í sjónvarpsþætti Kevin Federline lýsti yfir ást sinni á Britney í sjónvarpsþætti í Kanada skömmu áður en hann fékk SMS-skilaboð um að hjónabandið væri úr sögunni.„Þú ert núll og nix“ Vísbendingar um að ekki væri allt með felldu í hjónabandinu voru greinilegar í útgáfuteiti Federline vegna rappplötu hans í Los Angeles í síðustu viku. Rifust þau heiftarlega sem endaði með því að Britney kallaði á hann: „Þú ert einskis virði, þú ert núll og nix", og rauk síðan í burtu hágrátandi. Nokkrum dögum síðar ætluðu þau að snæða saman kvöldverð í New York en Feder-line lét ekki sjá sig. Lífvörður Britney hljóp þá í skarðið og borðaði dýrindis matinn með söngkonunni. Britney náði fram hefndum nokkrum dögum síðar með því að mæta ekki í útgáfuteiti Federline á næturklúbbi í New York. Þegar Federline var spurður hvar eiginkonan væri sagðist hann ekki vita það. Síðar um kvöldið þegar plötusnúðurinn skellti lagi Britney, Slave 4 U, á fóninn, brást Federline hinn versti við og skipaði honum að skipta undir eins um lag. Einnig vakti það athygli þegar Britney kom óvænt fram í kvöldþætti David Letterman á mánudagskvöld með nýja hárgreiðslu þar sem hún minntist ekki einu orði á skilnaðinn. Jafnframt má geta þess að fyrir tveimur vikum tók Feder-line á leigu piparsveinaíbúð í Los Angeles, í 45 mínútna keyrslu frá glæsivillu þeirra hjóna í Malibu.Skilnaðarplaggið sem Britney sendi inn til dómstóla í Los Angeles eftir tveggja ára hjónaband.Renndi sér á skautum Nokkrum klukkustundum eftir að Britney sótti um skilnaðinn, þar sem hún sagði ástæðuna vera óásættanlegan ágreining, sást til hennar renna sér á skautum í Rockefeller Center í New York ásamt fyrrum umboðsmanni sínum og ráðgjafa, Larry Rudolph. Virtist hún bæði hamingjusöm og í góðu andlegu jafnvægi. Hugsanlega er ástæðan léttir eftir allt sem á undan var gengið, þar á meðal stöðugt áreitið frá fjölmiðlum vegna sambandsins undanfarin tvö ár. Skilnaðurinn í loftinuÍ rauninni hafa fjölmiðlar haldið því fram, nánast frá byrjun, að skilnaður lægi í loftinu þrátt fyrir að þau hjón hafi ávallt neitað þeim sögusögnum. Fregnir af rifrildum þeirra og að Federline væri fluttur út birtust hvað eftir annað. Í desember í fyrra þurfti upplýsingafulltrúi Britney að neita því opinberlega að þau væru að skilja og að Federline hefði farið fram á hvorki meira né minna en 8,5 milljarða króna. „Þessi saga er ósönn og er bara til þess að skemma fyrir. Þau eru eins og flest önnur pör, þau rífast og sættast síðan. Þeim líður vel og eru hamingjusöm," sagði upplýsingafulltrúinn. En skjótt skipast veður í lofti og nú er skilnaðurinn sem svo margir höfðu óskað eftir orðinn að veruleika. Britney hefur krafist fulls forræðis yfir börnunum tveimur. Jafnframt er talið að Federline fái lítinn pening við skilnaðinn þar sem þau skrifuðu undir hjúskaparsáttmála á sínum tíma sem fól í sér að Britney myndi halda auðæfum sínum ef kæmi til skilnaðar.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Sjá meira