Ljúga stjórnvöld? 2. nóvember 2006 05:00 Alþingismenn og ráðherrar núverandi stjórnarflokka tuða sífellt á því hvað lágmarkslaun verkafólks hafi hækkað umfram önnur laun í landinu. Viljandi mata þeir þjóðina á þeim ósannindum að lágu launin hafi hækkað umtalsvert meira en þau hærri. Og viljandi ljúga þeir að þjóðinni að skattar hafi lækkað hlutfallslega mest á lágu laununum. Því miður er þessu öfugt varið. Skattabyrði á láglaunafólki hefur þyngst og lágu launin setið eftir. Þessari staðreynd reyna þeir þó að leyna með öllum tiltækum ráðum. Þeir forðast líka eins og heitan eldinn að minnast á það að laun þeirra sjálfra hafa hækkað í tugum prósenta umfram almenna launataxta.UmönnunarstofnanirÞað er ömurleg staðreynd að á sama tíma og ekki er hægt að manna umönnunarstofnanir og sjúkrahús vegna þess hvað kaupið þar er lágt, þá eru laun alþingismanna hækkuð um tugi prósenta umfram almenn laun í landinu. Það er engu líkara en ráðamenn þjóðarinnar haldi að það sé einhver lausn á vandanum. Og það er táknrænt að ráðherrar og þingmenn núverandi stjórnarflokka skuli stöðugt vara við hækkun lægstu launataxta verkafólks, en steinhalda kjafti þó þeirra eigin laun hækki langt umfram það sem almenningur fær. Vaxandi launamunurFrá janúar 1998 til júlí 2006 hafa lágmarkslaun verkafólks hækkað um 94%, úr kr. 63.399 í kr. 123.000. Á sama tíma hefur fast þingfararkaup alþingismanna hækkað um 120%, úr kr. 220.168 í kr. 485.570. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði. Til að jafna þann mun þurfa þau að hækka strax um 13,4% eða rúmlega kr. 16.500 á mánuði. Til samanburðar má geta þess að þingfararkaup alþingismanna, sem nú er kr. 485.570 á mánuði væri ekki nema kr. 427.126 ef það hefði fengið sömu hækkanir og lágmarkslaun verkafólks. Og meira tilÞað skal sérstaklega tekið fram að hér er eingöngu gerður samanburður á hækkunum á föstu þingfararkaupi alþingismanna og lágmarkslaunum verkafólks. Væru hækkanir og viðbætur á öðrum tekjum, styrkjum og hlunnindum þingmanna metin inn í samanburðinn yrði að hækka lágmarkslaun verkafólks upp í a.m.k.150 þúsund krónur á mánuði til að halda í við laun þingmannanna.Við skulum heldur ekki gleyma hvaða áhrif lækkanir á skattprósentu tekjuskatts gera. Þær koma háum launum ráðherra og alþingismanna til góða en hafa þess minni áhrif á lægstu launin. Til þess að minnka óeðlilega mikla skattbyrði á lágu laun í landinu þarf að hækka skattleysismörkin verulega. Þau eru núna kr. 79.055 og munu samkvæmt loforði stjórnvalda hækka upp í kr. 90.000 um næstu áramót. Sú hækkun er þó hvergi nærri nóg til að halda í við þær skattalækkanir sem hátekjufólk hefur fengið á undanförnum árum. Til þess þurfa skattleysismörkin að hækka a.m.k. upp í kr. 108.000 á mánuði miðað við núverandi verðlag. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Alþingismenn og ráðherrar núverandi stjórnarflokka tuða sífellt á því hvað lágmarkslaun verkafólks hafi hækkað umfram önnur laun í landinu. Viljandi mata þeir þjóðina á þeim ósannindum að lágu launin hafi hækkað umtalsvert meira en þau hærri. Og viljandi ljúga þeir að þjóðinni að skattar hafi lækkað hlutfallslega mest á lágu laununum. Því miður er þessu öfugt varið. Skattabyrði á láglaunafólki hefur þyngst og lágu launin setið eftir. Þessari staðreynd reyna þeir þó að leyna með öllum tiltækum ráðum. Þeir forðast líka eins og heitan eldinn að minnast á það að laun þeirra sjálfra hafa hækkað í tugum prósenta umfram almenna launataxta.UmönnunarstofnanirÞað er ömurleg staðreynd að á sama tíma og ekki er hægt að manna umönnunarstofnanir og sjúkrahús vegna þess hvað kaupið þar er lágt, þá eru laun alþingismanna hækkuð um tugi prósenta umfram almenn laun í landinu. Það er engu líkara en ráðamenn þjóðarinnar haldi að það sé einhver lausn á vandanum. Og það er táknrænt að ráðherrar og þingmenn núverandi stjórnarflokka skuli stöðugt vara við hækkun lægstu launataxta verkafólks, en steinhalda kjafti þó þeirra eigin laun hækki langt umfram það sem almenningur fær. Vaxandi launamunurFrá janúar 1998 til júlí 2006 hafa lágmarkslaun verkafólks hækkað um 94%, úr kr. 63.399 í kr. 123.000. Á sama tíma hefur fast þingfararkaup alþingismanna hækkað um 120%, úr kr. 220.168 í kr. 485.570. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði. Til að jafna þann mun þurfa þau að hækka strax um 13,4% eða rúmlega kr. 16.500 á mánuði. Til samanburðar má geta þess að þingfararkaup alþingismanna, sem nú er kr. 485.570 á mánuði væri ekki nema kr. 427.126 ef það hefði fengið sömu hækkanir og lágmarkslaun verkafólks. Og meira tilÞað skal sérstaklega tekið fram að hér er eingöngu gerður samanburður á hækkunum á föstu þingfararkaupi alþingismanna og lágmarkslaunum verkafólks. Væru hækkanir og viðbætur á öðrum tekjum, styrkjum og hlunnindum þingmanna metin inn í samanburðinn yrði að hækka lágmarkslaun verkafólks upp í a.m.k.150 þúsund krónur á mánuði til að halda í við laun þingmannanna.Við skulum heldur ekki gleyma hvaða áhrif lækkanir á skattprósentu tekjuskatts gera. Þær koma háum launum ráðherra og alþingismanna til góða en hafa þess minni áhrif á lægstu launin. Til þess að minnka óeðlilega mikla skattbyrði á lágu laun í landinu þarf að hækka skattleysismörkin verulega. Þau eru núna kr. 79.055 og munu samkvæmt loforði stjórnvalda hækka upp í kr. 90.000 um næstu áramót. Sú hækkun er þó hvergi nærri nóg til að halda í við þær skattalækkanir sem hátekjufólk hefur fengið á undanförnum árum. Til þess þurfa skattleysismörkin að hækka a.m.k. upp í kr. 108.000 á mánuði miðað við núverandi verðlag. Hefðu lægstu launin hækkað jafnt þingfararkaupi alþingismanna væru þau nú tæplega kr. 140.000 á mánuði.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun