Ný framtíðarskipan lífeyrismála Jóhanna sigurðardóttir skrifar 5. október 2006 05:00 Eitt af forgangsverkefnum í þjóðfélaginu er að bæta kjör lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan hefur á Alþingi sameinast um tillögu til þingsályktunar um nýja framtíðarskipan lífeyrismála. Hér er um grundvallarbreytingar að ræða sem bæta munu mjög hag lífeyrisþega. Lykilatriði í þeirri tillögu er að taka á upp afkomutryggingu sem byggir á skilgreindum neysluútgjöldum lífeyrisþega sem liggja eigi fyrir eigi síðar en 1. desember 2007. Frá 1. janúar 2007 og þar til afkomutryggingu verður komið á verður lágmarkslífeyrir 133 þúsund á mánuði og grunnlífeyrir og tekjutrygging 110 þúsund, að viðbættum vísitölubreytingum. Þessar fjárhæðir munu svo hækka í samræmi við skilgreinda framfærsluþörf lífeyrisþega þegar hún liggur fyrir. Tillögurnar fela í sér tafarlausar kjarabætur þegar á þessu ári og því næsta. Koma þær til viðbótar og ganga mun lengra en ríkisstjórnin hefur fallist á og fram kemur í yfirlýsingu hennar og samtaka aldraðra frá því fyrr í sumar. Tillögur um lífskjara- og afkomutryggingu aldraðra og öryrkja1. Ný tekjutrygging aldraðra verði 85 þús. kr. og öryrkja 86 þús. kr. frá 1. janúar 2007 að viðbættum vísitölubreytingum sem orðið hafa. Frá sama tíma verði dregið úr skerðingaráhrifum tekna þannig að í stað þess að skattskyldar tekjur yfir frítekjumarki skerði tekjutryggingu um 45% þeirra tekna sem umfram eru, verði hlutfallið 35%. Stjórnarflokkarnir vilja einungis lækka hlutfallið í 38.35% og það ekki fyrr en 1. janúar 2008.2. Frítekjur vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði 75 þús. kr. á mánuði 1. janúar 2007 sem skerði ekki tekjutryggingu, sem við viljum einnig skoða að nýta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er þrefalt hærra frítekjumark en ríkisstjórn leggur til, sem er einungis 25 þúsund á mánuði og það ekki fyrr en árið 2010, en um 17 þúsund kr. á mánuði árið 2009. Öryrkjar hafi val í okkar tillögum um þetta nýja frítekjumark eða eldri reglu eftir því hvort er þeim hagstæðara, en þetta nýja frítekjumark er mun hagstæðara en gildandi regla fyrir öryrkja sem eru með tekjur yfir 1,5 milljónum á ári.3. Ráðstöfunarfé (vasapeningar) við dvöl á stofnun hækki um 50% frá 1. júlí 2006. Þannig munu þeir fá greitt tæplega 70 þúsund krónur afturvirkt í 6 mánuði um næstu áramót ef tillögur okkar ná fram að ganga. Sömuleiðis mun frítekjumark gagnvart tekjum þeirra sem dvelja á stofnunum verði hækkað úr 50 þús. kr. í 75 þús. kr. Frá 1. janúar 2008 verði stefnt að því að breyta greiðslufyrirkomulaginu í svipaða veru og gildir fyrir fatlaða á sambýlum. Með því halda aldraðir sem dvelja á stofnunum eftir stærri hluta lífeyristekna sinna, sem tryggir betur reisn og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja einungis hækka ráðstöfunarféð um 25% og það ekki fyrr en 1. janúar n.k.4. Skilgreind verði neysluútgjöld lífeyrisþega sem myndi viðmiðun fyrir grunnlífeyri og tekjutryggingu og afkomutryggingu fyrir þá sem litlar eða engar greiðslur fá úr lífeyrissjóði.5. Afnumin verði að fullu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka.6. Öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar farið er á ellilífeyri. Baráttumál lífeyrisþegaHér er lagður grunnur að breyttri framtíðarskipan lífeyrismála, en áætla má að heildarkostnaður við þessar breytingar sé um 6,5 milljarðar króna. Stærsti útgjaldaliðurinn er hækkun nýrrar tekjutryggingar umfram það sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja til sem kostar um 3 milljarða króna. Í þessari nýju framtíðarskipan lífeyrismála er að finna margvísleg baráttumál aldraðra og öryrkja gegnum árin, en markmiðið er að lífeyrisþegar hafi viðunandi lífeyrisgreiðslur sem verði ekki undir skilgreindum framfærslukostnaði. Auk þess er brýnt að draga úr þeirri þungu skattbyrði sem lífeyrisþegar hafa mátt sæta í tíð þessarar ríkisstjórnar og að lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum beri sama skatthlutfall og fjármagnstekjuskattur, sem bæta mun verulega stöðu allra lífeyrisþega. Það er verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vori komandi. Fyrst þarf þó að koma þessari ríkisstjórn frá völdum, sem hefur lagt aukna skattbyrði á lífeyrisþega og séð til þess að kjör þeirra hafa dregist verulega aftur úr öðrum þjóðfélagshópum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eitt af forgangsverkefnum í þjóðfélaginu er að bæta kjör lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan hefur á Alþingi sameinast um tillögu til þingsályktunar um nýja framtíðarskipan lífeyrismála. Hér er um grundvallarbreytingar að ræða sem bæta munu mjög hag lífeyrisþega. Lykilatriði í þeirri tillögu er að taka á upp afkomutryggingu sem byggir á skilgreindum neysluútgjöldum lífeyrisþega sem liggja eigi fyrir eigi síðar en 1. desember 2007. Frá 1. janúar 2007 og þar til afkomutryggingu verður komið á verður lágmarkslífeyrir 133 þúsund á mánuði og grunnlífeyrir og tekjutrygging 110 þúsund, að viðbættum vísitölubreytingum. Þessar fjárhæðir munu svo hækka í samræmi við skilgreinda framfærsluþörf lífeyrisþega þegar hún liggur fyrir. Tillögurnar fela í sér tafarlausar kjarabætur þegar á þessu ári og því næsta. Koma þær til viðbótar og ganga mun lengra en ríkisstjórnin hefur fallist á og fram kemur í yfirlýsingu hennar og samtaka aldraðra frá því fyrr í sumar. Tillögur um lífskjara- og afkomutryggingu aldraðra og öryrkja1. Ný tekjutrygging aldraðra verði 85 þús. kr. og öryrkja 86 þús. kr. frá 1. janúar 2007 að viðbættum vísitölubreytingum sem orðið hafa. Frá sama tíma verði dregið úr skerðingaráhrifum tekna þannig að í stað þess að skattskyldar tekjur yfir frítekjumarki skerði tekjutryggingu um 45% þeirra tekna sem umfram eru, verði hlutfallið 35%. Stjórnarflokkarnir vilja einungis lækka hlutfallið í 38.35% og það ekki fyrr en 1. janúar 2008.2. Frítekjur vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði 75 þús. kr. á mánuði 1. janúar 2007 sem skerði ekki tekjutryggingu, sem við viljum einnig skoða að nýta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er þrefalt hærra frítekjumark en ríkisstjórn leggur til, sem er einungis 25 þúsund á mánuði og það ekki fyrr en árið 2010, en um 17 þúsund kr. á mánuði árið 2009. Öryrkjar hafi val í okkar tillögum um þetta nýja frítekjumark eða eldri reglu eftir því hvort er þeim hagstæðara, en þetta nýja frítekjumark er mun hagstæðara en gildandi regla fyrir öryrkja sem eru með tekjur yfir 1,5 milljónum á ári.3. Ráðstöfunarfé (vasapeningar) við dvöl á stofnun hækki um 50% frá 1. júlí 2006. Þannig munu þeir fá greitt tæplega 70 þúsund krónur afturvirkt í 6 mánuði um næstu áramót ef tillögur okkar ná fram að ganga. Sömuleiðis mun frítekjumark gagnvart tekjum þeirra sem dvelja á stofnunum verði hækkað úr 50 þús. kr. í 75 þús. kr. Frá 1. janúar 2008 verði stefnt að því að breyta greiðslufyrirkomulaginu í svipaða veru og gildir fyrir fatlaða á sambýlum. Með því halda aldraðir sem dvelja á stofnunum eftir stærri hluta lífeyristekna sinna, sem tryggir betur reisn og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja einungis hækka ráðstöfunarféð um 25% og það ekki fyrr en 1. janúar n.k.4. Skilgreind verði neysluútgjöld lífeyrisþega sem myndi viðmiðun fyrir grunnlífeyri og tekjutryggingu og afkomutryggingu fyrir þá sem litlar eða engar greiðslur fá úr lífeyrissjóði.5. Afnumin verði að fullu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka.6. Öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar farið er á ellilífeyri. Baráttumál lífeyrisþegaHér er lagður grunnur að breyttri framtíðarskipan lífeyrismála, en áætla má að heildarkostnaður við þessar breytingar sé um 6,5 milljarðar króna. Stærsti útgjaldaliðurinn er hækkun nýrrar tekjutryggingar umfram það sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja til sem kostar um 3 milljarða króna. Í þessari nýju framtíðarskipan lífeyrismála er að finna margvísleg baráttumál aldraðra og öryrkja gegnum árin, en markmiðið er að lífeyrisþegar hafi viðunandi lífeyrisgreiðslur sem verði ekki undir skilgreindum framfærslukostnaði. Auk þess er brýnt að draga úr þeirri þungu skattbyrði sem lífeyrisþegar hafa mátt sæta í tíð þessarar ríkisstjórnar og að lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum beri sama skatthlutfall og fjármagnstekjuskattur, sem bæta mun verulega stöðu allra lífeyrisþega. Það er verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vori komandi. Fyrst þarf þó að koma þessari ríkisstjórn frá völdum, sem hefur lagt aukna skattbyrði á lífeyrisþega og séð til þess að kjör þeirra hafa dregist verulega aftur úr öðrum þjóðfélagshópum.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun