Alfriðun á Laugaveginum 24. nóvember 2006 05:45 Bolli Kristinsson birtist í Fréttablaðinu í opinskáu viðtali sem einn helsti talsmaður niðurrifs-sjónarmiða. Þar gengur hann svo langt að harma það að Torfan sjálf hafi ekki verið rifin á sínum tíma. Það eru ansi margar rangfærslur sem koma fram í viðtalinu og ég ætla að svara fáeinum atriðum en leyfa öðrum að vera ósvöruðum í bili. Nú er það svo að Laugavegur hefur hvorki fyrr né síðar verið „alfriðaður". Í dag eru tvö hús friðuð samkvæmt húsafriðunarlögum, annað þeirra fyrir stuttu. Fram til 2003 þegar nýtt deiliskipulag tók gildi mátti samkvæmt eldra skipulagi rífa þau hús sem fólki datt í hug. Deilan um Torfuna stóð yfir 1972-1979, það líða 24 ár frá því að Torfan er friðuð þar til að nýtt fyrrnefnt deiliskipulag tók gildi, á þessu tímabili höfðu kaupmenn og lóðaeigendur svo að segja frjálsar hendur með niðurrif. Að láta í veðri vaka að Torfusamtökin hafi fengið í gegn alfriðun Laugavegs í kringum 1979 eða haft eitthvað að gera með athafnaleysi kaupmanna á þessu tímabili er einfaldlega rangt. Ástæðan fyrir því að ekki var byggt mikið af ráði á þessu tímabili voru helst peningalegar og þær að verslunarmenn höfðu nær eingöngu áhuga á uppbyggingu utan miðbæjarins þar sem sú skoðun var ríkjandi að fjarlægðir skiptu engu máli lengur með tilkomu sjálfrennireiða. Nokkur dæmi eru þó um að hús væru rifin og byggt í staðinn á tilteknu tímabili þ.e. 1979-2003. Allar þær umsóknir um niðurrif fóru greiðlega í gegn hjá borgaryfirvöldum nema í eitt einasta skipti spruttu upp deilur og þar voru það íbúar við Laugaveg sem mótmæltu, ekki Torfusamtökin. Hugsanlega urðu einhverjar tafir vegna þessa en á endanum hafði húsbyggjandinn samt sitt í gegn svo húsið var reist engu að síður. Skömmu eftir að nýtt deiliskipulag var samþykkt fór af stað töluverð umræða um niðurrif við Laugaveg, ástæðan fyrir þeirri umræðu var ekki að nýja deiliskipulagið hefði falið í sér meira niðurrif en áður var leyft eins og skilja hefði mátt af umræðunni, heldur það að R-listinn hafði unnið að faglegu undirbúningsstarfi í mörg ár þar sem saman fóru verndunarsjónarmið og heimildir til uppbyggingar og leit út fyrir um tíma að það sama myndi vera uppi á teningnum hér og í flestum öðrum borgum í Evrópu, það að gamli miðbærinn fengi í friði að geyma sögu og húsagerðarlist fortíðarinnar. Svo varð ekki því á miðjum valdatímanum kúventist stefna þeirra og ætla ég að rekja þá sögu í stuttu máli. 1994 er sett á fót Húsverndarnefnd Reykjavíkur sem átti að koma með verndunartillögur í eldri hverfum Reykjavíkur fyrir komandi deiliskipulag. Þessi nefnd skilaði af sér greinargerð þar sem gert var ráð fyrir að meginreglan yrði að hús eldri 1918 fengju að standa áfram með vísan í þjóðminjalög en meginefnið var hins vegar tillögur að verndun ákveðinna húsa byggðum eftir 1918. Fyrsta tillaga að nýju deiliskipulagi árið 2002 fór eftir þessu þema í megindráttum en með nokkrum undantekningum. Það gerði samt sem áður ráð fyrir 50.000 fm uppbyggingu við Laugaveg. Þessar tillögur gerðu nú í fyrsta skipti í sögu Laugavegs ráð fyrir því að ákveðin hús yrðu ekki rifinn. Þær gengu þó ekki jafn langt í verndun og upphafsmenn höfðu vonast til. Þessari tillögu var hafnað. Var það aðallega vegna mótmæla frá engum öðrum en Bolla Kristinssyni og á endanum var það pólitísk ákvörðun að ákveðið var að skipa nýjan starfshóp til að finna tækifæri til enn frekari uppbyggingar á kostnað gömlu byggðarinnar. Bolli var nánast einráður í þessum nýja samráðshópi, honum tókst þó einungis að auka heildarflatarmál um 5.000 fm en til þess þurfti að fórna 10-15 húsum meira en upphaflega stóð til. Hvorki meira né minna en 75 prósent af húsum eldri 1918 áttu nú að fara. Nú síðustu ár hefur áhugi á uppbyggingu við Laugaveg aukist til muna, en enn og aftur eru það hvorki Torfusamtökin né Reykjavíkurborg sem standa í vegi fyrir framkvæmdum. Lóðaeigendur hafa nánast undantekningalaust ekki sætt sig við leyfilegt byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi sem er þó ærið og vilja sífellt hærri byggingar. Slíkt þarf vitaskuld að ganga í gegnum flókið ferli. Hefur þetta eitt og sér valdið töfum, aftur á móti þar sem byggt er samkvæmt gildandi deiliskipulagi, eins og Laugavegur 22a gengur allt greiðlega í gegn. Einum of greiðlega að sumra mati því þar fór síðasti steinbærinn við Laugaveg. Gott dæmi um þróun mála í dag er Laugavegur 33-35, þar má rífa einar fimm byggingar og byggja eitt stórt hús samkvæmt deiliskipulagi. Eigandi óskaði eftir aukningu á byggingarmagni og var það heimilað. Með það í vasanum seldi hann lóðina og lét sér nægja gróðann sér til handa sem kom til út frá auknu byggingarmagni. En nýr eigandi lét sér ekki heldur nægja leyfilegt byggingarmagn og sótti aftur um aukningu. Þetta er ekki einsdæmi, svona hefur verið ástatt um margar lóðir við Laugaveg. Þær ganga kaupum og sölum á síhækkandi verði og eigendur vilja sífellt meira byggingarmagn, oft með það eina að markmiði að selja á hærra verði en keypt var á. Þetta er hægt einungis vegna þess að Reykjavíkurborg er hverful þegar kemur að deiliskipulagsbreytingum. Bráðum, ef það hefur ekki þegar gerst, verða lóðirnar einfaldlega of dýrar til að hægt sé að byggja á þeim, þ.e.a.s. lóðaeigendur ná ekki fram nógu mikilli arðsemi til að bygging nái að borga sig og lóðarverðið. En lóðirnar eru samt góður staður til að geyma peninga sína og engin sérstök pressa hvort sem er að byggja á þeim. Ég er sannfærður um að ef upphaflegt deiliskipulag hefði gengið í gegn þar sem fest hefði verið í sessi verndun ákveðinna húsa, hefðu þau gengið kaupum og sölum á raunvirði og væri að öllum líkindum nú í eigu aðila sem sæju sér hag í að gera við húsin á þeirra eigin forsendum. Það er almenningur sem hefur aftur fengið trú á miðborgarskipulagi og því hefur miðborgin í sér ótal sóknarfæri sem þurfa þó ekki að vera á kostnað eldri byggðarinnar. Þessi verktakadauði sem nú einkennir Laugaveginn hefði aldrei átt sér stað. Bolli Kristinsson á sjálfur persónulega ótrúlega stóran þátt í því að Laugavegurinn hefur ekki fengið frið til að þróast á eigin forsendum bæði með aðkomu sinni að deiliskipulagsmálum og svo það að hann hefur sjálfur staðið í lóðabraski. Nú er mál að hann verði settur af sem aðal ráðgjafi Reykjavíkurborgar í miðbæjarmálum og faglegar forsendur látnar ráða meiru um verndun og uppbyggingu í eldri hverfum Reykjavíkur, enda furðulegt að láta mann sem trúir því að betra hefði verið að rífa Torfuna ráða ferðinni í málefnum sem varða eina bæjarhlutann sem byggður er að mestu með gömlum húsum. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Bolli Kristinsson birtist í Fréttablaðinu í opinskáu viðtali sem einn helsti talsmaður niðurrifs-sjónarmiða. Þar gengur hann svo langt að harma það að Torfan sjálf hafi ekki verið rifin á sínum tíma. Það eru ansi margar rangfærslur sem koma fram í viðtalinu og ég ætla að svara fáeinum atriðum en leyfa öðrum að vera ósvöruðum í bili. Nú er það svo að Laugavegur hefur hvorki fyrr né síðar verið „alfriðaður". Í dag eru tvö hús friðuð samkvæmt húsafriðunarlögum, annað þeirra fyrir stuttu. Fram til 2003 þegar nýtt deiliskipulag tók gildi mátti samkvæmt eldra skipulagi rífa þau hús sem fólki datt í hug. Deilan um Torfuna stóð yfir 1972-1979, það líða 24 ár frá því að Torfan er friðuð þar til að nýtt fyrrnefnt deiliskipulag tók gildi, á þessu tímabili höfðu kaupmenn og lóðaeigendur svo að segja frjálsar hendur með niðurrif. Að láta í veðri vaka að Torfusamtökin hafi fengið í gegn alfriðun Laugavegs í kringum 1979 eða haft eitthvað að gera með athafnaleysi kaupmanna á þessu tímabili er einfaldlega rangt. Ástæðan fyrir því að ekki var byggt mikið af ráði á þessu tímabili voru helst peningalegar og þær að verslunarmenn höfðu nær eingöngu áhuga á uppbyggingu utan miðbæjarins þar sem sú skoðun var ríkjandi að fjarlægðir skiptu engu máli lengur með tilkomu sjálfrennireiða. Nokkur dæmi eru þó um að hús væru rifin og byggt í staðinn á tilteknu tímabili þ.e. 1979-2003. Allar þær umsóknir um niðurrif fóru greiðlega í gegn hjá borgaryfirvöldum nema í eitt einasta skipti spruttu upp deilur og þar voru það íbúar við Laugaveg sem mótmæltu, ekki Torfusamtökin. Hugsanlega urðu einhverjar tafir vegna þessa en á endanum hafði húsbyggjandinn samt sitt í gegn svo húsið var reist engu að síður. Skömmu eftir að nýtt deiliskipulag var samþykkt fór af stað töluverð umræða um niðurrif við Laugaveg, ástæðan fyrir þeirri umræðu var ekki að nýja deiliskipulagið hefði falið í sér meira niðurrif en áður var leyft eins og skilja hefði mátt af umræðunni, heldur það að R-listinn hafði unnið að faglegu undirbúningsstarfi í mörg ár þar sem saman fóru verndunarsjónarmið og heimildir til uppbyggingar og leit út fyrir um tíma að það sama myndi vera uppi á teningnum hér og í flestum öðrum borgum í Evrópu, það að gamli miðbærinn fengi í friði að geyma sögu og húsagerðarlist fortíðarinnar. Svo varð ekki því á miðjum valdatímanum kúventist stefna þeirra og ætla ég að rekja þá sögu í stuttu máli. 1994 er sett á fót Húsverndarnefnd Reykjavíkur sem átti að koma með verndunartillögur í eldri hverfum Reykjavíkur fyrir komandi deiliskipulag. Þessi nefnd skilaði af sér greinargerð þar sem gert var ráð fyrir að meginreglan yrði að hús eldri 1918 fengju að standa áfram með vísan í þjóðminjalög en meginefnið var hins vegar tillögur að verndun ákveðinna húsa byggðum eftir 1918. Fyrsta tillaga að nýju deiliskipulagi árið 2002 fór eftir þessu þema í megindráttum en með nokkrum undantekningum. Það gerði samt sem áður ráð fyrir 50.000 fm uppbyggingu við Laugaveg. Þessar tillögur gerðu nú í fyrsta skipti í sögu Laugavegs ráð fyrir því að ákveðin hús yrðu ekki rifinn. Þær gengu þó ekki jafn langt í verndun og upphafsmenn höfðu vonast til. Þessari tillögu var hafnað. Var það aðallega vegna mótmæla frá engum öðrum en Bolla Kristinssyni og á endanum var það pólitísk ákvörðun að ákveðið var að skipa nýjan starfshóp til að finna tækifæri til enn frekari uppbyggingar á kostnað gömlu byggðarinnar. Bolli var nánast einráður í þessum nýja samráðshópi, honum tókst þó einungis að auka heildarflatarmál um 5.000 fm en til þess þurfti að fórna 10-15 húsum meira en upphaflega stóð til. Hvorki meira né minna en 75 prósent af húsum eldri 1918 áttu nú að fara. Nú síðustu ár hefur áhugi á uppbyggingu við Laugaveg aukist til muna, en enn og aftur eru það hvorki Torfusamtökin né Reykjavíkurborg sem standa í vegi fyrir framkvæmdum. Lóðaeigendur hafa nánast undantekningalaust ekki sætt sig við leyfilegt byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi sem er þó ærið og vilja sífellt hærri byggingar. Slíkt þarf vitaskuld að ganga í gegnum flókið ferli. Hefur þetta eitt og sér valdið töfum, aftur á móti þar sem byggt er samkvæmt gildandi deiliskipulagi, eins og Laugavegur 22a gengur allt greiðlega í gegn. Einum of greiðlega að sumra mati því þar fór síðasti steinbærinn við Laugaveg. Gott dæmi um þróun mála í dag er Laugavegur 33-35, þar má rífa einar fimm byggingar og byggja eitt stórt hús samkvæmt deiliskipulagi. Eigandi óskaði eftir aukningu á byggingarmagni og var það heimilað. Með það í vasanum seldi hann lóðina og lét sér nægja gróðann sér til handa sem kom til út frá auknu byggingarmagni. En nýr eigandi lét sér ekki heldur nægja leyfilegt byggingarmagn og sótti aftur um aukningu. Þetta er ekki einsdæmi, svona hefur verið ástatt um margar lóðir við Laugaveg. Þær ganga kaupum og sölum á síhækkandi verði og eigendur vilja sífellt meira byggingarmagn, oft með það eina að markmiði að selja á hærra verði en keypt var á. Þetta er hægt einungis vegna þess að Reykjavíkurborg er hverful þegar kemur að deiliskipulagsbreytingum. Bráðum, ef það hefur ekki þegar gerst, verða lóðirnar einfaldlega of dýrar til að hægt sé að byggja á þeim, þ.e.a.s. lóðaeigendur ná ekki fram nógu mikilli arðsemi til að bygging nái að borga sig og lóðarverðið. En lóðirnar eru samt góður staður til að geyma peninga sína og engin sérstök pressa hvort sem er að byggja á þeim. Ég er sannfærður um að ef upphaflegt deiliskipulag hefði gengið í gegn þar sem fest hefði verið í sessi verndun ákveðinna húsa, hefðu þau gengið kaupum og sölum á raunvirði og væri að öllum líkindum nú í eigu aðila sem sæju sér hag í að gera við húsin á þeirra eigin forsendum. Það er almenningur sem hefur aftur fengið trú á miðborgarskipulagi og því hefur miðborgin í sér ótal sóknarfæri sem þurfa þó ekki að vera á kostnað eldri byggðarinnar. Þessi verktakadauði sem nú einkennir Laugaveginn hefði aldrei átt sér stað. Bolli Kristinsson á sjálfur persónulega ótrúlega stóran þátt í því að Laugavegurinn hefur ekki fengið frið til að þróast á eigin forsendum bæði með aðkomu sinni að deiliskipulagsmálum og svo það að hann hefur sjálfur staðið í lóðabraski. Nú er mál að hann verði settur af sem aðal ráðgjafi Reykjavíkurborgar í miðbæjarmálum og faglegar forsendur látnar ráða meiru um verndun og uppbyggingu í eldri hverfum Reykjavíkur, enda furðulegt að láta mann sem trúir því að betra hefði verið að rífa Torfuna ráða ferðinni í málefnum sem varða eina bæjarhlutann sem byggður er að mestu með gömlum húsum. Höfundur er tónlistarmaður.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun