Með fjölbreytni að vopni 26. október 2006 05:00 Nú þegar barátta vegna komandi prófkjara er í algleymingi gefst gott tækifæri til að staldra við og velta upp afar mikilvægri spurningu; hvers konar fólk viljum við sjá stjórna landinu okkar? Eðlismunur prófkjöra og þingkosninga liggur fyrst og fremst í þeirri staðreynd að annars vegar er kosið á milli einstaklinga og hins vegar fylkinga. Í prófkjöri beinist athyglin í ríkari mæli að því sem hver og einn frambjóðandi hefur fram að færa, á meðan alþingiskosningar snúast um málefnaágreining flokkanna. Það hlýtur að vera ósk allra þátttakenda að prófkjörið skili eins sterkum hópi og mögulegt er. Starf í stjórnmálum gengur fyrst og fremst út á að skapa jarðveg og aðstæður í samfélaginu sem hugnast þeim hugsjónum sem menn trúa á. Fólk sameinast í stjórnmálahreyfingum með þeim einstaklingum sem spila í takt við þeirra hugmyndir. Fyrir kosningar er síðan stillt upp taflborði leikmanna sem vinna í sameiningu að sigri. Í stað svarta og hvíta liðsins höfum við blátt, grænt, rautt, ljósblátt og vinstri grænt lið. Sterkur spilari þekkir kosti þess að hafa ólíka taflleikmenn á borðinu og nýtir sér það óspart. Það gefur honum ekki einungis kost á fleiri afbrigðum sóknar- og varnarleiks, heldur gerir honum kleyft að koma andstæðingnum á óvart. Það síðasta sem skákspilarinn myndi velja sér væri að stilla upp eintómum biskupum og riddurum ásamt kóngi sínum. Það myndi gera leikaðferðir hans einfaldari, fyrirsjáanlegri og óskilvirkari. Í prófkjöri er mikilvægt að velja sér einstaklinga með þetta að sjónarmiði. Stærsta hættan er sú að hópurinn verði einsleitur, fyrirsjáanlegur og óspennandi. Með því að sameina fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu en stefna að sama takmarki er hægt að margfalda árangurinn. Í gegnum tíðina hefur það loðað við íslensk stjórnmál að frambjóðendur eigi ekki greiða leið inn á lista nema hafa unnið sér þann sess í gegnum flokksstarf frá unga aldri. Flokksstarfið skal ekki vanmeta, en reynsla úr atvinnulífinu getur reynst ómetanleg í starfi stjórnmálanna enda geta þeir einstaklingar sem þaðan koma haft aðra sýn á mikilvæg málefni en hinn almenni stjórnmálamaður. Það er tvímælalaust til bóta að samþætting atvinnulífs og stjórnmála verði aukin til beggja átta. Eins og ráðning fyrrum stjórnmálamanns getur reynst fyrirtækjum heillavænleg mun innkoma fólks úr atvinnulífinu vera lyftistöng fyrir stjórnmálin. Það kom flestum á óvart þegar Guðfinna S. Bjarnadóttir, núverandi rektor Háskólans í Reykjavík bauð sig fram til starfa í stjórnmálum. Það er mikið fagnaðarefni að fólk á borð við Guðfinnu skuli gefa kost á sér til þingsetu og líklegt er að hún muni laða margan nýjan kjósandann að í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík sem og í kosningum í vor. Guðfinna hefur stýrt Háskólanum í Reykjavík í gegnum árangursríka uppbyggingu síðastliðin 8 ár og markað djúp spor í menntasögu okkar þjóðar. Áður starfaði Guðfinna um langt skeið sem ráðgjafi alþjóðlegra stórfyrirtækja í Bandaríkjunum eftir að hún lauk þaðan doktorsnámi í atferlisfræði. Guðfinna hefur hvarvetna getið sér gott orð fyrir góðan árangur, áræðni, kraft og bjartsýni. Innkoma hennar er öðrum öflugum einstaklingum hvatning til að stíga slíkt skref. Það er mikivlægt að við stöndum vörð um fjölbreytni. Stillum upp taflborði þar sem drottningar vinna með hrókum, riddarar vinna með peðum, biskupar berjast með og kóngurinn heldur velli. Skák og mát. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar barátta vegna komandi prófkjara er í algleymingi gefst gott tækifæri til að staldra við og velta upp afar mikilvægri spurningu; hvers konar fólk viljum við sjá stjórna landinu okkar? Eðlismunur prófkjöra og þingkosninga liggur fyrst og fremst í þeirri staðreynd að annars vegar er kosið á milli einstaklinga og hins vegar fylkinga. Í prófkjöri beinist athyglin í ríkari mæli að því sem hver og einn frambjóðandi hefur fram að færa, á meðan alþingiskosningar snúast um málefnaágreining flokkanna. Það hlýtur að vera ósk allra þátttakenda að prófkjörið skili eins sterkum hópi og mögulegt er. Starf í stjórnmálum gengur fyrst og fremst út á að skapa jarðveg og aðstæður í samfélaginu sem hugnast þeim hugsjónum sem menn trúa á. Fólk sameinast í stjórnmálahreyfingum með þeim einstaklingum sem spila í takt við þeirra hugmyndir. Fyrir kosningar er síðan stillt upp taflborði leikmanna sem vinna í sameiningu að sigri. Í stað svarta og hvíta liðsins höfum við blátt, grænt, rautt, ljósblátt og vinstri grænt lið. Sterkur spilari þekkir kosti þess að hafa ólíka taflleikmenn á borðinu og nýtir sér það óspart. Það gefur honum ekki einungis kost á fleiri afbrigðum sóknar- og varnarleiks, heldur gerir honum kleyft að koma andstæðingnum á óvart. Það síðasta sem skákspilarinn myndi velja sér væri að stilla upp eintómum biskupum og riddurum ásamt kóngi sínum. Það myndi gera leikaðferðir hans einfaldari, fyrirsjáanlegri og óskilvirkari. Í prófkjöri er mikilvægt að velja sér einstaklinga með þetta að sjónarmiði. Stærsta hættan er sú að hópurinn verði einsleitur, fyrirsjáanlegur og óspennandi. Með því að sameina fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu en stefna að sama takmarki er hægt að margfalda árangurinn. Í gegnum tíðina hefur það loðað við íslensk stjórnmál að frambjóðendur eigi ekki greiða leið inn á lista nema hafa unnið sér þann sess í gegnum flokksstarf frá unga aldri. Flokksstarfið skal ekki vanmeta, en reynsla úr atvinnulífinu getur reynst ómetanleg í starfi stjórnmálanna enda geta þeir einstaklingar sem þaðan koma haft aðra sýn á mikilvæg málefni en hinn almenni stjórnmálamaður. Það er tvímælalaust til bóta að samþætting atvinnulífs og stjórnmála verði aukin til beggja átta. Eins og ráðning fyrrum stjórnmálamanns getur reynst fyrirtækjum heillavænleg mun innkoma fólks úr atvinnulífinu vera lyftistöng fyrir stjórnmálin. Það kom flestum á óvart þegar Guðfinna S. Bjarnadóttir, núverandi rektor Háskólans í Reykjavík bauð sig fram til starfa í stjórnmálum. Það er mikið fagnaðarefni að fólk á borð við Guðfinnu skuli gefa kost á sér til þingsetu og líklegt er að hún muni laða margan nýjan kjósandann að í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík sem og í kosningum í vor. Guðfinna hefur stýrt Háskólanum í Reykjavík í gegnum árangursríka uppbyggingu síðastliðin 8 ár og markað djúp spor í menntasögu okkar þjóðar. Áður starfaði Guðfinna um langt skeið sem ráðgjafi alþjóðlegra stórfyrirtækja í Bandaríkjunum eftir að hún lauk þaðan doktorsnámi í atferlisfræði. Guðfinna hefur hvarvetna getið sér gott orð fyrir góðan árangur, áræðni, kraft og bjartsýni. Innkoma hennar er öðrum öflugum einstaklingum hvatning til að stíga slíkt skref. Það er mikivlægt að við stöndum vörð um fjölbreytni. Stillum upp taflborði þar sem drottningar vinna með hrókum, riddarar vinna með peðum, biskupar berjast með og kóngurinn heldur velli. Skák og mát. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar