Kæri Jón 18. september 2006 05:00 Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Ég skrifa þér þetta bréf vegna frétta um að til standi að loka Nýju fréttastofunni, NFS. Og bið þig um að gera það ekki. Tjáningarfrelsið tryggir öllum rétt til þess að tjá skoðanir sínar; láta rödd sína heyrast, mér, þér og þjóðinni allri. Þjóðin þarf frjálsa og óháða fjölmiðla til þess að tjáningarfrelsið sé virkt. Án þess virkar lýðræðið ekki. Án þess er stjórnvöldum ekki veitt aðhald, án þess þagna raddir sem eiga og þurfa að heyrast. Á undanförnu ári hafa allar raddir hljómað á NFS. Þverskurður af þjóðinni hefur sagt þar skoðun sína á þjóðfélagsmálum. Þaðan ganga stjórnmálamenn allra flokka inn og út allan liðlangan daginn. Þar tala femínistar og frjálshyggjumenn, fátækir og ríkir, börn og fullorðnir. Nýja fréttastofan er suðupottur óþrjótandi skoðanaskipta; vettvangur þar sem ólíkir hagsmunahópar og einstaklingar kynna sjónarmið sín og rökstyðja mál sitt í kapp við aðra sem hafa aðra sannfæringu. Slíkt upplýsingaflæði, slík skoðanaskipti eru grunnstoðir lýðræðissamfélagsins.Það sem við gerumÍ fréttum NFS er stunduð vönduð gagnrýnin þjóðfélagsrýni þar sem sanngirni, hlutleysi og fagleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Með Kompási, eina fréttaskýringaþætti landsins, hafa þjóðfélagsmein verið afhjúpuð; brotalamir heilbrigðiskerfis hafa verið dregnar fram í dagsljósið með svo afgerandi hætti að brugðist hefur verið við því strax, ömurleiki fíkniefnaheimsins sýndur í heild sinni svo bregðast megi við svo ekki sé minnst á forvarnargildi slíkrar umfjöllunnar, foreldrar og yfirvöld vöruð við hættunni sem hljótast af samskiptum barna á netinu við ókunnugt fólk.Framganga NFS í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga var lofuð af fjölmiðlarýnum helstu dagblaða landsins og sveitarstjórnarmönnum. NFS sýndi beint frá Hinsegin dögum, NFS sýndi beint frá Menningarnótt. Eldri borgarar, sem ekki komust á hátíðarhöldin, skrifuðu í blöðin og spurðu: hvar er RÚV búið að vera öll þessi ár?Edward R. Murrow, sem nefndur hefur verið faðir útvarps- og sjónvarpsfréttamennsku, sagði það skyldu þeirra sem stjórna sjónvarpi að sýna heiminn eins og hann er. Aðrir geta sinnt því að sýna hann eins og hann er ekki. NFS gerir þetta. Við erum í staðreyndum; aðrir í afþreyingu. Við göngum lengra en áður hefur verið gert í heiminum öllum í því að blanda saman rit- og myndmáli á neti og í síma, fréttum í útvarpi og sjónvarpi. Þetta er frumkvöðlastarf. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða eins og NFS.Starfsfólk NFSÁ NFS starfa hátt í 90 manns sem trúa á verkefnið. Þarna starfa klipparar og tæknistjórar, fréttamenn og dagskrárframleiðendur. Fólk sem er með eins árs starfsaldur og fólk sem hefur unnið á þessari fréttastofu í 20 ár. Ég stóð í fyrsta sinn, frá því ég hóf störf við þetta verkefni, fyrir framan þetta góða fólk á föstudag og gat ekki svarað spurningum þeirra. Vissi ekki hvað yrði. Og veit ekki enn.Ég veit að fólkið á NFS vinnur langan og strangan vinnudag. Ég veit að það vinnur fleiri daga í mánuði en kollegar þeirra á RÚV. Ég veit að mörgum hefur fundist það freistandi að ganga til liðs við RÚV; þurfa að vinna 12 daga í mánuði á fullum launum. En þó ekki gert það.Ég veit af metnaði þess og krafti, ég veit af þori þess, einbeitingu og dugnaði, Ég veit líka að allt þetta fólk fær vinnu annars staðar. Þetta er allt hæfileikafólk; fagmenn fram í fingurgóma. Þetta er besti hópur sem ég hef starfað með. Og hann er tilbúinn til að berjast fyrir NFS.Okkur var sagt að við fengjum tvö til þrjú ár til þess að láta NFS sanna sig. Gefðu okkur tvö. Nú um mánaðamótin stóð til að við færum í dreifingu um allt suðvesturhornið. Ekki loka sjoppunni áður en búið er að opna hana til fulls. Í fullri opinni dreifingu er þetta viðskiptahugmynd sem gengur upp. En það tekur meiri tíma en 10 mánuði að sýna það. Þetta vita nágrannar okkar í Danmörku og Noregi sem undirbúa nú sambærilega miðla en ætla þeim að skila hagnaði eftir þrjú ár.Kæri Jón, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir. Taktu slaginn með okkur.Róbert Marshall, forstöðumaður NFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Ég skrifa þér þetta bréf vegna frétta um að til standi að loka Nýju fréttastofunni, NFS. Og bið þig um að gera það ekki. Tjáningarfrelsið tryggir öllum rétt til þess að tjá skoðanir sínar; láta rödd sína heyrast, mér, þér og þjóðinni allri. Þjóðin þarf frjálsa og óháða fjölmiðla til þess að tjáningarfrelsið sé virkt. Án þess virkar lýðræðið ekki. Án þess er stjórnvöldum ekki veitt aðhald, án þess þagna raddir sem eiga og þurfa að heyrast. Á undanförnu ári hafa allar raddir hljómað á NFS. Þverskurður af þjóðinni hefur sagt þar skoðun sína á þjóðfélagsmálum. Þaðan ganga stjórnmálamenn allra flokka inn og út allan liðlangan daginn. Þar tala femínistar og frjálshyggjumenn, fátækir og ríkir, börn og fullorðnir. Nýja fréttastofan er suðupottur óþrjótandi skoðanaskipta; vettvangur þar sem ólíkir hagsmunahópar og einstaklingar kynna sjónarmið sín og rökstyðja mál sitt í kapp við aðra sem hafa aðra sannfæringu. Slíkt upplýsingaflæði, slík skoðanaskipti eru grunnstoðir lýðræðissamfélagsins.Það sem við gerumÍ fréttum NFS er stunduð vönduð gagnrýnin þjóðfélagsrýni þar sem sanngirni, hlutleysi og fagleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Með Kompási, eina fréttaskýringaþætti landsins, hafa þjóðfélagsmein verið afhjúpuð; brotalamir heilbrigðiskerfis hafa verið dregnar fram í dagsljósið með svo afgerandi hætti að brugðist hefur verið við því strax, ömurleiki fíkniefnaheimsins sýndur í heild sinni svo bregðast megi við svo ekki sé minnst á forvarnargildi slíkrar umfjöllunnar, foreldrar og yfirvöld vöruð við hættunni sem hljótast af samskiptum barna á netinu við ókunnugt fólk.Framganga NFS í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga var lofuð af fjölmiðlarýnum helstu dagblaða landsins og sveitarstjórnarmönnum. NFS sýndi beint frá Hinsegin dögum, NFS sýndi beint frá Menningarnótt. Eldri borgarar, sem ekki komust á hátíðarhöldin, skrifuðu í blöðin og spurðu: hvar er RÚV búið að vera öll þessi ár?Edward R. Murrow, sem nefndur hefur verið faðir útvarps- og sjónvarpsfréttamennsku, sagði það skyldu þeirra sem stjórna sjónvarpi að sýna heiminn eins og hann er. Aðrir geta sinnt því að sýna hann eins og hann er ekki. NFS gerir þetta. Við erum í staðreyndum; aðrir í afþreyingu. Við göngum lengra en áður hefur verið gert í heiminum öllum í því að blanda saman rit- og myndmáli á neti og í síma, fréttum í útvarpi og sjónvarpi. Þetta er frumkvöðlastarf. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða eins og NFS.Starfsfólk NFSÁ NFS starfa hátt í 90 manns sem trúa á verkefnið. Þarna starfa klipparar og tæknistjórar, fréttamenn og dagskrárframleiðendur. Fólk sem er með eins árs starfsaldur og fólk sem hefur unnið á þessari fréttastofu í 20 ár. Ég stóð í fyrsta sinn, frá því ég hóf störf við þetta verkefni, fyrir framan þetta góða fólk á föstudag og gat ekki svarað spurningum þeirra. Vissi ekki hvað yrði. Og veit ekki enn.Ég veit að fólkið á NFS vinnur langan og strangan vinnudag. Ég veit að það vinnur fleiri daga í mánuði en kollegar þeirra á RÚV. Ég veit að mörgum hefur fundist það freistandi að ganga til liðs við RÚV; þurfa að vinna 12 daga í mánuði á fullum launum. En þó ekki gert það.Ég veit af metnaði þess og krafti, ég veit af þori þess, einbeitingu og dugnaði, Ég veit líka að allt þetta fólk fær vinnu annars staðar. Þetta er allt hæfileikafólk; fagmenn fram í fingurgóma. Þetta er besti hópur sem ég hef starfað með. Og hann er tilbúinn til að berjast fyrir NFS.Okkur var sagt að við fengjum tvö til þrjú ár til þess að láta NFS sanna sig. Gefðu okkur tvö. Nú um mánaðamótin stóð til að við færum í dreifingu um allt suðvesturhornið. Ekki loka sjoppunni áður en búið er að opna hana til fulls. Í fullri opinni dreifingu er þetta viðskiptahugmynd sem gengur upp. En það tekur meiri tíma en 10 mánuði að sýna það. Þetta vita nágrannar okkar í Danmörku og Noregi sem undirbúa nú sambærilega miðla en ætla þeim að skila hagnaði eftir þrjú ár.Kæri Jón, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir. Taktu slaginn með okkur.Róbert Marshall, forstöðumaður NFS.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun