Við viljum engin ofurlaun á Íslandi 23. ágúst 2006 05:15 Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um svokölluð ofurlaun. Frétt um, að forstjóri KB banka hefði 22 milljónir á mánuði hratt þessari umræðu af stað. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að launamunur væri orðinn mjög mikill, einkum í fjármálageiranum. Áður hafa verið nefndar háar tölur, nokkrar milljónir á mánuði í laun. En 22 milljónir á mánuði var dropinn sem fyllti mælinn. Sjálfsagt er hér um að ræða árangurstengd laun að einhverju leyti og tekjur vegna heimildar til kaupréttar á hlutabréfum. En hvernig svo sem ofurtekjurnar eru tilkomnar eru þær gersamlega út úr korti. Það verðskuldar enginn launamaður svona háar mánaðartekjur. Ef afkoma KB banka er svona góð á að láta viðskiptavini bankans njóta þess með lækkun þjónustugjalda og útlánsvaxta.Síðan á að hækka laun almennra starfsmanna bankans. Það er ekki nóg að hækka laun bankastjóra upp úr öllu valdi. Reynt hefur verið að halda því fram, að ofurlaunin séu nauðsynleg til þess að bankarnir geti náð í mjög góða starfsmenn, sem ella myndu fara til starfa erlendis. Einnig hefur verið bent á, að ofurlaunin tíðkist í bönkum og fjármálastofnunum erlendis og þar sem íslenskir bankar starfi í erlendu fjármálaumhverfi verði þeir að fylgja erlendri launastefnu. Þetta er rangt. Ísland getur ekki fylgt erlendri ofurlaunastefnu. Í Bandaríkjunum eru skurðlæknar t.d. á ofurlaunum, svo og eftirsóttir forstjórar og ritstjórar. Hvað fyndist almenningi um það ef góðir skurðlæknar hér fengju 22 milljónir á mánuði? Forstjóri banka er ekki mikilvægari starfsmaður en góður skurðlæknir. Í rauninni má með sanni segja, að starfsfólk allra starfsgreina sé mikilvægt. Starfsfólk fjármálastofnana er ekki mikilvægara eða hæfara en starfsfólk annarra greina. Sem betur fer finnst í öllum greinum hæft starfsfólk. Við eigum t.d. nú orðið afburða góða vísindamenn. En við getum ekki greitt þeim 22 milljónir á mánuði og okkur dettur ekki í hug, að árangurstengja laun þeirra. Stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt ofurlaun og hafa sagt, að stórfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Einnig hafa þeir bent á, að lífeyrissjóðirnir gætu látið mál þetta til sín taka, m.a. með því að fjárfesta ekki í fyrirtækjum, sem reka ofurlaunastefnu. Vegna ofurlauna er nauðsynlegt að taka upp hátekjuskatt, sem skattleggi myndarlega hæstu tekjur (ofurlaun). Það lýsir vel stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar í skattamálum, að skattar skuli hafa verið hækkaðir á lægstu launum en lækkaðir á hæstu launum. Eðlilegra væri að þessu væri öfugt farið. Þeir sem hafa breiðu bökin eiga að bera þyngstu skattbyrðina en það á að hlífa þeim, sem hafa lægstu launin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um svokölluð ofurlaun. Frétt um, að forstjóri KB banka hefði 22 milljónir á mánuði hratt þessari umræðu af stað. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að launamunur væri orðinn mjög mikill, einkum í fjármálageiranum. Áður hafa verið nefndar háar tölur, nokkrar milljónir á mánuði í laun. En 22 milljónir á mánuði var dropinn sem fyllti mælinn. Sjálfsagt er hér um að ræða árangurstengd laun að einhverju leyti og tekjur vegna heimildar til kaupréttar á hlutabréfum. En hvernig svo sem ofurtekjurnar eru tilkomnar eru þær gersamlega út úr korti. Það verðskuldar enginn launamaður svona háar mánaðartekjur. Ef afkoma KB banka er svona góð á að láta viðskiptavini bankans njóta þess með lækkun þjónustugjalda og útlánsvaxta.Síðan á að hækka laun almennra starfsmanna bankans. Það er ekki nóg að hækka laun bankastjóra upp úr öllu valdi. Reynt hefur verið að halda því fram, að ofurlaunin séu nauðsynleg til þess að bankarnir geti náð í mjög góða starfsmenn, sem ella myndu fara til starfa erlendis. Einnig hefur verið bent á, að ofurlaunin tíðkist í bönkum og fjármálastofnunum erlendis og þar sem íslenskir bankar starfi í erlendu fjármálaumhverfi verði þeir að fylgja erlendri launastefnu. Þetta er rangt. Ísland getur ekki fylgt erlendri ofurlaunastefnu. Í Bandaríkjunum eru skurðlæknar t.d. á ofurlaunum, svo og eftirsóttir forstjórar og ritstjórar. Hvað fyndist almenningi um það ef góðir skurðlæknar hér fengju 22 milljónir á mánuði? Forstjóri banka er ekki mikilvægari starfsmaður en góður skurðlæknir. Í rauninni má með sanni segja, að starfsfólk allra starfsgreina sé mikilvægt. Starfsfólk fjármálastofnana er ekki mikilvægara eða hæfara en starfsfólk annarra greina. Sem betur fer finnst í öllum greinum hæft starfsfólk. Við eigum t.d. nú orðið afburða góða vísindamenn. En við getum ekki greitt þeim 22 milljónir á mánuði og okkur dettur ekki í hug, að árangurstengja laun þeirra. Stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt ofurlaun og hafa sagt, að stórfyrirtækin verði að sýna samfélagslega ábyrgð. Einnig hafa þeir bent á, að lífeyrissjóðirnir gætu látið mál þetta til sín taka, m.a. með því að fjárfesta ekki í fyrirtækjum, sem reka ofurlaunastefnu. Vegna ofurlauna er nauðsynlegt að taka upp hátekjuskatt, sem skattleggi myndarlega hæstu tekjur (ofurlaun). Það lýsir vel stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar í skattamálum, að skattar skuli hafa verið hækkaðir á lægstu launum en lækkaðir á hæstu launum. Eðlilegra væri að þessu væri öfugt farið. Þeir sem hafa breiðu bökin eiga að bera þyngstu skattbyrðina en það á að hlífa þeim, sem hafa lægstu launin.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar