Lánadrottnar ræða örlög Rosneft 25. júlí 2006 10:08 Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi og fyrrum forstjóri Yukos, situr af sér átta ára fangelsisdóm í Síberíu. Lánadrottnar ræða um örlög fyrirtækisins á fundi sínum í dag. Mynd/AP Lánadrottnar Yukos funda í dag til að skera úr um örlög olíurisans fyrrverandi. Á fundinum verður ákveðið hvort hagrætt verði í starfsemi Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, eða það verði úrskurðað gjaldþrota. Yukos skuldar sem nemur rúmum 1.200 milljörðum íslenskra króna en stærstu lánadrottnar fyrirtækisins eru rússnesk skattayfirvöld og rússneski ríkisolíurisinn Rosneft. Ákveði lánadrottnar Yukos að fara gjaldþrotaleiðina þykir líklegast að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í skuldir. Á meðal eigna fyrirtækisins er stærsta olíuvinnslustöð Rússlands en líklegt þykir að Rosneft kaupi. Yukos var dæmt til að greiða rúmlega 2.000 milljarða króna skattaskuld fyrir tveimur árum eftir að skorið var úr um að stjórnendur fyrirtækisin hefðu svikist undan skatti og stundað ýmis konar fjársvik. Í kjölfarið var stofnandi fyrirtækisins, Míkhaíl Khodorkovskí, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Steven Theede, forstjóri Yukos, sagði starfi sínu óvænt lausu í síðustu viku og lýsti því yfir að fundur lánadrottna fyrirtækisins væri leiksýning enda hefði verið vitað fyrirfram að þeir hyggðust lýsa fyrirtækið gjaldþrota svo Rosneft og rússneska ríkið gæti komist yfir eignir fyrirtækisins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lánadrottnar Yukos funda í dag til að skera úr um örlög olíurisans fyrrverandi. Á fundinum verður ákveðið hvort hagrætt verði í starfsemi Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, eða það verði úrskurðað gjaldþrota. Yukos skuldar sem nemur rúmum 1.200 milljörðum íslenskra króna en stærstu lánadrottnar fyrirtækisins eru rússnesk skattayfirvöld og rússneski ríkisolíurisinn Rosneft. Ákveði lánadrottnar Yukos að fara gjaldþrotaleiðina þykir líklegast að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í skuldir. Á meðal eigna fyrirtækisins er stærsta olíuvinnslustöð Rússlands en líklegt þykir að Rosneft kaupi. Yukos var dæmt til að greiða rúmlega 2.000 milljarða króna skattaskuld fyrir tveimur árum eftir að skorið var úr um að stjórnendur fyrirtækisin hefðu svikist undan skatti og stundað ýmis konar fjársvik. Í kjölfarið var stofnandi fyrirtækisins, Míkhaíl Khodorkovskí, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Steven Theede, forstjóri Yukos, sagði starfi sínu óvænt lausu í síðustu viku og lýsti því yfir að fundur lánadrottna fyrirtækisins væri leiksýning enda hefði verið vitað fyrirfram að þeir hyggðust lýsa fyrirtækið gjaldþrota svo Rosneft og rússneska ríkið gæti komist yfir eignir fyrirtækisins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira