Viðskipti innlent

Glitnir mátti kaupa

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis
Samkeppniseftirlitið mun ekkert aðhafast vegna samruna Glitnis og Kreditkorta hf.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis Samkeppniseftirlitið mun ekkert aðhafast vegna samruna Glitnis og Kreditkorta hf.
Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að hafast að vegna samruna Glitnis banka og Kreditkorta hf. Í mars keypti Glitnir 19,95 prósenta hlut af tuttugu prósenta hlut Kaupþings banka í Kreditkortum hf. Á sama tíma seldi bankinn Kaupþingi 18,45 prósent af 18,50 prósenta hlutafjáreign sinni í VISA Ísland - Greiðslumiðlun hf. Glitnir var eftir kaupin eigandi 54,95 prósent alls hlutafjár í Kreditkortum hf. Eftir skoðun komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að við kaupin hafi ekki myndast markaðsráðandi staða á skilgreindum mörkuðum eða að slík staða styrkist.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×