Viðskipti innlent

Ráðleggja sölu bréfa í HB Granda

HB Grandi Bæði Glitnir og Landsbankinn mæla með sölu út frá ólíkum forsendum.
HB Grandi Bæði Glitnir og Landsbankinn mæla með sölu út frá ólíkum forsendum.

Glitnir hefur gefið út nýtt verðmat á HB Granda sem er langt undir síðasta markaðsgengi, sem stóð í 12,2. Metur bankinn hlutinn í HB Granda á 7,4 krónur og hækkar eldra verðmat um nærri fimmtung. Ráðleggur bankinn fjárfestum að undirvega bréf í HB Granda til skemmri tíma og selja þau þegar til lengri tíma er litið.

Í verðmatinu er ekki reiknað upplausnarvirði félagsins með endurmati á eigin fé en væntingar um yfirtöku á HB Granda hafa sett mark sitt á verðþróun í félaginu. Hefur Glitnir 13,2 prósenta ávöxtunarkröfu til grundvallar.

Landsbankinn gaf einnig út nýtt verðmat á HB Granda á dögunum upp á 11,75 krónu á hlut en það miðast við að félagið sé leyst upp og aflaheimildir seldar. Mælir bankinn með sölu bréfanna gangi áform stjórnar HB Granda eftir að færa félagið af Aðallista Kauphallar Íslands yfir á nýja iSEC-markaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×