Innlent

Innflytjendur taka ekki störf Íslendinga

Atvinnurekendur segja að erlent vinnuafl hafi verið togað hingað til lands til að mæta skorti á vinnuafli og firra sé að tala um að Íslendingar hefðu getað fyllt í skörðin. Takmarkanir á flæði erlendra verkamanna hefðu hægt á hagvexti og aukið verðbólgu.

Ríkisstjórnin aflétti tímabundnum takmörkunum sem lagðar voru á ný aðildarríki Evrópusambandsins 1. maí. Forysta atvinnulífsins taldi nauðsynlegt að fá erlent vinnuafl til að anna aukinni eftirspurn eftir starfsfólki.

Ríkisstjórnin aflétti tímabundnum takmörkunum sem lagðar voru á ný aðildarríki Evrópusambandsins 1. maí. Forysta atvinnulífsins taldi nauðsynlegt að fá erlent vinnuafl til að anna aukinni eftirspurn eftir starfsfólki.

Tveir þriðju hlutar erlends vinnuafls starfa í byggingariðnaði og meirihluti þeirra við stóriðjuframkvæmdir.

Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir mikinn hagvöxt undanfarin misseri hafa verið forsendu þess að samtökin hafi talið það baráttumál að aflétta takmörkununum. Ein afleiðing þeirra hafi verið sú að starfsmannaleigur hafi sprottið upp, en þær hafi verið óheillavænleg þróun, eðlilegra sé að fólk sé ráðið beint til fyrirtækja.

Hannes segir ekki hafa verið fyrirséð hversu mikil fjölgunin yrði, en nú þurfi að taka á vandanum varðandi íslenskukennslu og aðlögun innflytjenda. Í umræðu síðustu daga hefur Frjálslyndi flokkurinn talað um nauðsyn þess að stöðva flæði erlends vinnuafls hingað til lands þar þar sem kerfið sé sprungið. Hannes bendir hins vegar á að hreyfing sé á fólki sem kemur hingað til lands, innflytjendur komi og fari.

Þá segir Hannes að umfjöllun um innrás, eða flóðbylgju erlends verkafólks hingað til lands sé ekki á rökum reist, hið rétta sé að erlent vinnuafl hafi verið "sogað" hingað til lands og framlag þess hafi stuðlað að uppbyggingu í íslensku samfélagi. Þeir séu ekki hingað komnir til að leggjast á íslenska velferðarkerfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×