Innlent

Nýr bæjarstjóri kynntur til sögunnar á Akureyri

Sigrún Björk Jakobsdóttir verður væntanlega bæjarstjóri
Sigrún Björk Jakobsdóttir verður væntanlega bæjarstjóri

Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan korter í ellefu í ráðhúsi Akureyrar í dag þar sem kynna á breytingar á yfirstjórn bæjarins. Fastlega má búast við því að þar verði tilkynnt hver tekur við að Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Akureyri, sem er væntanlega á leið á þing í vor eftir að hann sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi um síðustu helgi. Búist er við því að Sigrún Björk Jakobsdóttir, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins ogformaður menningarmálanefndar bæjarins taki við af Kristjáni en hún verður með því fyrsta konan til að gegna embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×