Þjónusta Stígamóta um allt land? 29. nóvember 2006 05:00 Það hefur lengi verið ljóst að þjónusta Stígamóta nýtist best fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir brýna þörf alls staðar á landinu. Fólk hefur lagt á sig ómældan kostnað og fyrirhöfn til þess að sækja ráðgjöf til Stígamóta og aðeins í litlum hluta tilfella hefur verið farið fram á fjárhagslega aðstoð sveitarfélaga. Þátttaka fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins í sjálfshjálparhópum sem hittast 15 sinnum hefur verið óraunhæf. Þróunin hefur verið sú undanfarin misseri að víða hefur verið falast eftir þjónustu Stígamóta. Þannig var lögð í það mikil vinna að þjálfa upp sjálfstæðan hóp heimakvenna á Akureyri til þess að rækja hliðstæða starfsemi. Á minni stöðum virðist slíkt fyrirkomulag ómögulegt vegna nábýlis og fámennis, óháð þekkingu og góðs vilja heimafólks. Ráðgjafar frá Stígamótum veita vikulega þjónustu hjá Krýsuvíkursamtökunum og hliðstæð vikuleg ráðgjöf er veitt í Kvennafangelsinu. Á Ísafirði og í Vestmannaeyjum eru nú starfræktir sjálfshjálparhópar í tilraunaskyni. Undirbúningur starfseminnar var unninn í náinni samvinnu og með ráðgjöf frá Stígamótum og leiðbeinendur sóttu leiðbeinendanámskeið til Stígamóta.Bætt þjónustaNú hafa Stígamót ákveðið að mæta þörfinni fyrir bætta þjónustu með því að bjóða sveitarfélögum upp á reglulega þjónustu í heimabyggð. Þar sem um nýtt tilboð er að ræða er mikilvægt að prófa það og þróa. Náðst hefur samningur við Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað um þriggja mánaða tilraunaverkefni. Verkefnið felst í því að ráðgjafi frá Stígamótum mun bjóða upp á viðtöl hálfsmánaðalega.Þjónustan verður opinn allan daginn og tímapantanir fara fram í gegnum Stígamótasímann til þess að varðveita milliliðalausan trúnað. Verkefnið hefst í janúar og verður kynnt rækilega á Austfjörðum í svæðisfjölmiðlum, á opnum fundum með almenningi, í framhaldsskólunum og á lokuðum fundi með fagfólki. Ef tilraunin heppnast vel og tilboðið verður nýtt af heimafólki er freistandi að festa það í sessi og bjóða upp á sjálfshjálparhópa sem heimakonur gætu stýrt í framtíðinni. Nú þegar er ljóst að Austfirðingar bíða eftir þessari þjónustu.Þjónusta Stígamóta um allt land?Samkvæmt þeim tölulegu upplýsingum sem safnað hefur verið á Stígamótum undanfarin ár hefur um 32 - 38% ofbeldisins verið framið utan höfuðborgarsvæðisins. Fólkið sem leitað hefur hjálpar hefur verið búsett utan höfuðborgarsvæðisins í 11 – 19 % tilfella, þrátt fyrir langar vegalengdir og mikinn kostnað. Þessi hluti hópsins hefur komið sjaldnar en aðrir og ekki tekið þátt í starfi sjálfshjálparhópanna. Nokkur fjöldi fólks leitar aðstoðar í gegnum tölvupóst eða í síma, en slík aðstoð er ósambærileg við regluleg klukkustundarlöng ráðgjafarviðtöl.Þjónusta Stígamóta byggist á þeim sameiginlega skilningi landsmanna að kynferðisofbeldi sé samfélagsmein og fólk sem verði fyrir því eigi rétt á ókeypis þjónustu. Rekstarfé hefur því fengist frá ríki og nokkrum sveitarfélögum. Það er sanngirnismál að þjónustan nýtist um allt land. Samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi er gert ráð fyrir því að sveitarfélög landsins geri eigin áætlanir um hvernig brugðist skuli við ofbeldi og minnt á ábyrgð þeirra. Að taka tilboði Stígamóta um ráðgjöf í heimabyggð væri frábær leið fyrir stærri sveitarfélög til þess að axla þá ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið ljóst að þjónusta Stígamóta nýtist best fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir brýna þörf alls staðar á landinu. Fólk hefur lagt á sig ómældan kostnað og fyrirhöfn til þess að sækja ráðgjöf til Stígamóta og aðeins í litlum hluta tilfella hefur verið farið fram á fjárhagslega aðstoð sveitarfélaga. Þátttaka fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins í sjálfshjálparhópum sem hittast 15 sinnum hefur verið óraunhæf. Þróunin hefur verið sú undanfarin misseri að víða hefur verið falast eftir þjónustu Stígamóta. Þannig var lögð í það mikil vinna að þjálfa upp sjálfstæðan hóp heimakvenna á Akureyri til þess að rækja hliðstæða starfsemi. Á minni stöðum virðist slíkt fyrirkomulag ómögulegt vegna nábýlis og fámennis, óháð þekkingu og góðs vilja heimafólks. Ráðgjafar frá Stígamótum veita vikulega þjónustu hjá Krýsuvíkursamtökunum og hliðstæð vikuleg ráðgjöf er veitt í Kvennafangelsinu. Á Ísafirði og í Vestmannaeyjum eru nú starfræktir sjálfshjálparhópar í tilraunaskyni. Undirbúningur starfseminnar var unninn í náinni samvinnu og með ráðgjöf frá Stígamótum og leiðbeinendur sóttu leiðbeinendanámskeið til Stígamóta.Bætt þjónustaNú hafa Stígamót ákveðið að mæta þörfinni fyrir bætta þjónustu með því að bjóða sveitarfélögum upp á reglulega þjónustu í heimabyggð. Þar sem um nýtt tilboð er að ræða er mikilvægt að prófa það og þróa. Náðst hefur samningur við Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað um þriggja mánaða tilraunaverkefni. Verkefnið felst í því að ráðgjafi frá Stígamótum mun bjóða upp á viðtöl hálfsmánaðalega.Þjónustan verður opinn allan daginn og tímapantanir fara fram í gegnum Stígamótasímann til þess að varðveita milliliðalausan trúnað. Verkefnið hefst í janúar og verður kynnt rækilega á Austfjörðum í svæðisfjölmiðlum, á opnum fundum með almenningi, í framhaldsskólunum og á lokuðum fundi með fagfólki. Ef tilraunin heppnast vel og tilboðið verður nýtt af heimafólki er freistandi að festa það í sessi og bjóða upp á sjálfshjálparhópa sem heimakonur gætu stýrt í framtíðinni. Nú þegar er ljóst að Austfirðingar bíða eftir þessari þjónustu.Þjónusta Stígamóta um allt land?Samkvæmt þeim tölulegu upplýsingum sem safnað hefur verið á Stígamótum undanfarin ár hefur um 32 - 38% ofbeldisins verið framið utan höfuðborgarsvæðisins. Fólkið sem leitað hefur hjálpar hefur verið búsett utan höfuðborgarsvæðisins í 11 – 19 % tilfella, þrátt fyrir langar vegalengdir og mikinn kostnað. Þessi hluti hópsins hefur komið sjaldnar en aðrir og ekki tekið þátt í starfi sjálfshjálparhópanna. Nokkur fjöldi fólks leitar aðstoðar í gegnum tölvupóst eða í síma, en slík aðstoð er ósambærileg við regluleg klukkustundarlöng ráðgjafarviðtöl.Þjónusta Stígamóta byggist á þeim sameiginlega skilningi landsmanna að kynferðisofbeldi sé samfélagsmein og fólk sem verði fyrir því eigi rétt á ókeypis þjónustu. Rekstarfé hefur því fengist frá ríki og nokkrum sveitarfélögum. Það er sanngirnismál að þjónustan nýtist um allt land. Samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi er gert ráð fyrir því að sveitarfélög landsins geri eigin áætlanir um hvernig brugðist skuli við ofbeldi og minnt á ábyrgð þeirra. Að taka tilboði Stígamóta um ráðgjöf í heimabyggð væri frábær leið fyrir stærri sveitarfélög til þess að axla þá ábyrgð.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun