Ekki rætt um að takmarka tekjur RÚV 29. nóvember 2006 06:30 Mörður Árnason Menntamálanefnd Alþingis ræddi ekki hugmyndir um takmarkanir á auglýsingatekjum og kostun dagskrárefnis hjá Ríkisútvarpinu á fundi um RÚV-frumvarpið sem fór fram í gær. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í menntamálanefnd, segir að engar tillögur um þetta efni hafi verið lagðar fyrir nefndina. Hann segir að minnihlutinn vilji ræða hugmyndirnar því skrefið gæti verið jákvætt, en þá þyrfti að sjá RÚV fyrir hærra fjárframlagi. Að mati Marðar er eðlilegt að takmarka auglýsingatekjur og kostanir hjá RÚV, því stofnunin eigi ekki að miða dagskrárval sitt við efni þar sem mest er um auglýsingar og kostanir. Hann segir eðlilegt að fjölmiðlafyrirtæki á markaði sitji að megninu að auglýsingatekjum á markaði. Ari Edwald, forstjóri 365, og Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins, komu fyrir nefndina í gær og lýstu því yfir að þeir væru samþykkir þeim hugmyndum um takmarkanir á auglýsingatekjum og kostunum hjá RÚV sem ræddar hafa verið í fjölmiðlum síðustu daga. „Á fundinum lýsti ég yfir rökstuddum mótmælum gegn frumvarpinu. Við vonum að það verði ekki að lögum. Frumvarpið er samt skárra með þessum takmörkunum," segir Ari. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna og fulltrúi í menntamálanefnd, er ekki hlynnt takmörkunum á auglýsingatekjum RÚV. Hún segist hins vegar vera til í að skoða takmarkanir eða bann á kostunum dagskrárefnis í Ríkisútvarpinu því þær hafi verið misnotaðar. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður menntamálanefndar, vill lítið segja um málið að svo stöddu. Hann segir að enn hafi ekki verið lagðar fram tillögur um mögulegar takmarkanir í nefndinni. Aðspurður segir Sigurður að ekki liggi ljóst fyrir hvort tillögurnar verði lagðar fram á fundi nefndarinnar í dag. Hann vill ekki svara því hvort ætlunin sé að senda frumvarpið frá nefndinni án þess að leggja hugmyndirnar fyrir nefndina. Sem fyrr stefnir hann að því að afgreiða frumvarpið frá nefndinni í dag, en að hugsanlega muni það breytast. Páll Magnússon útvarpsstjóri mun koma fyrir nefndina í dag. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON . KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR . Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Menntamálanefnd Alþingis ræddi ekki hugmyndir um takmarkanir á auglýsingatekjum og kostun dagskrárefnis hjá Ríkisútvarpinu á fundi um RÚV-frumvarpið sem fór fram í gær. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í menntamálanefnd, segir að engar tillögur um þetta efni hafi verið lagðar fyrir nefndina. Hann segir að minnihlutinn vilji ræða hugmyndirnar því skrefið gæti verið jákvætt, en þá þyrfti að sjá RÚV fyrir hærra fjárframlagi. Að mati Marðar er eðlilegt að takmarka auglýsingatekjur og kostanir hjá RÚV, því stofnunin eigi ekki að miða dagskrárval sitt við efni þar sem mest er um auglýsingar og kostanir. Hann segir eðlilegt að fjölmiðlafyrirtæki á markaði sitji að megninu að auglýsingatekjum á markaði. Ari Edwald, forstjóri 365, og Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins, komu fyrir nefndina í gær og lýstu því yfir að þeir væru samþykkir þeim hugmyndum um takmarkanir á auglýsingatekjum og kostunum hjá RÚV sem ræddar hafa verið í fjölmiðlum síðustu daga. „Á fundinum lýsti ég yfir rökstuddum mótmælum gegn frumvarpinu. Við vonum að það verði ekki að lögum. Frumvarpið er samt skárra með þessum takmörkunum," segir Ari. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna og fulltrúi í menntamálanefnd, er ekki hlynnt takmörkunum á auglýsingatekjum RÚV. Hún segist hins vegar vera til í að skoða takmarkanir eða bann á kostunum dagskrárefnis í Ríkisútvarpinu því þær hafi verið misnotaðar. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður menntamálanefndar, vill lítið segja um málið að svo stöddu. Hann segir að enn hafi ekki verið lagðar fram tillögur um mögulegar takmarkanir í nefndinni. Aðspurður segir Sigurður að ekki liggi ljóst fyrir hvort tillögurnar verði lagðar fram á fundi nefndarinnar í dag. Hann vill ekki svara því hvort ætlunin sé að senda frumvarpið frá nefndinni án þess að leggja hugmyndirnar fyrir nefndina. Sem fyrr stefnir hann að því að afgreiða frumvarpið frá nefndinni í dag, en að hugsanlega muni það breytast. Páll Magnússon útvarpsstjóri mun koma fyrir nefndina í dag. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON . KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR .
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira