Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um að úthafskarfakvótinn á yfirstandandi almanaksári verði 28,6 þúsund tonn. Þetta er 17 prósentum minna en á síðasta ári en kvótinn stóð í 55.000 tonnum í nokkur ár þar á undan.
Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að HB Grandi hafi mestra hagsmuna að gæta af veiðum á úthafskarfa af íslensku sjávarútvegsfélögunum en félagið á um 30,5 prósent af úthafskarfakvótanum. Ef næst að veiða kvótann í ár má áætla að aflaverðmæti úthafskarfa geti numið tveimur milljörðum króna.