Erlent

Kráakeðja bannar reykingar

Wetherspoons, öldurhúsakeðjan breska, hefur ákveðið að banna reykingar á öllum 650 öldurhúsum sínum frá maí á næsta ári. Reykingabannið tekur þó gildi enn fyrr, eða í maí næstkomandi, á sextíu öldurhúsum Wetherspoons. "Sífellt fleiri landsmenn eru hættir að reykja og stór hluti heldur sig fjarri krám og veitingahúsum vegna þess hversu reykmettuð þau eru," sagði Tim Martin, stjórnarformaður Wetherspoons, í viðtali við Sky-fréttastofuna. Hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir að fyrirhugað reykingabann þeirra gengi of stutt. Samkvæmt því má reykja á krám sem bjóða ekki upp á mat.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×