Erlent

Fyrrum ráðherra í fangelsi

Ray Burke, fyrrum dómsmálaráðherra Írlands, var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir skattsvik. Burke er fyrsti háttsetti stjórnmála- eða embættismaðurinn sem dæmdur er í fangelsi í kjölfar átta ára langrar rannsóknar á spillingu hátt settra stjórnmálamanna. Áður hafa nokkrir þingmenn verið dæmdir í fangelsi. Burke þáði leynilegar greiðslur frá verktökum 1993 og gaf þær ekki upp til skatts. Hann sagði af sér árið 1997 eftir að upp komst um spillingu í stjórnkerfinu en neitaði árum saman að hafa gert nokkuð rangt sjálfur. Hann játaði hins vegar sök sína í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×