Erlent

Sendi póstinn sökum þunglyndis

Breskur maður sem sendi ættingjum þeirra sem týndust í hamförunum annan í jólum falsaðan tölvupóst var í dag dæmdur í hálfs árs fangelsi. Í tölvupósti sem maðurinn sendi til fjölda manna var sagt staðfest að viðkomandi ættingi sem saknað var hefði látist í hamförunum, þrátt fyrir að maðurinn hefði engar sannanir fyrir því. Maðurinn sagðist við réttarhöldin í dag sjá eftir gabbinu og ástæða þess hefði verið eigið þunglyndi vegna dauða sonar hans árið 1998.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×