Erlent

Neyðarástand í Bandaríkjunum

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í tveim fylkjum Bandaríkjanna vegna stórhríðar sem gekk yfir norðausturhluta landsins í gær. Í Maccachusetts og New Jersey féll meira en hálfur metri af snjó auk þess sem miklir vindar gengu þar yfir. Meira en átján þúsund manns voru án rafmagns í fylkjunum tveim í gær og þar hefur skólahaldi víðast verið aflýst og fólki ráðlagt að halda sig heima. Víða í Bandaríkjunum hefur frostið farið nálægt tuttugu gráðum og þrettán dauðsföll hafa verið rakin beint til óveðursins. Þá voru tugþúsundir ferðamanna strandaglópar á Austurströnd Bandaríkjanna í gær þar sem aflýsa þurfti vel á annað þúsund flugferðum frá Chicago, New York og New Jersey.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×