Sport

Stefnir í spennandi lokasprett

Það stefnir í spennandi lokasprett á Barcleys Classic mótinu í golfi í Harrington í New York síðar í dag. Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk og Írinn Pedraig Harrington eru jafnir í fyrsta sætinu á níu höggum undir pari. Harrington lék í gær á þremur undir pari en Furyk fór völlinn á einu undir pari. Jafnir í þriðja sæti eru Brad Faxon og Brian Gay á sjö undir pari. Faxon lék sérlega vel í gær, fór völlinn á fimm höggum undir pari. Vijay Sing, John Senden og Kenny Perry eru fjórum höggum á eftir fyrstu mönnum. Singh lék í gær á tveimur höggum undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×