Erlent

29 farast í flugslysi

Flugvél fórst í Rússlandi í gær með 50 manns innanborðs. Rússeskir embættismenn segja að 29 farþegar hafi týnt lífi en 23 bjargast en þar af eru tíu sagðir mjög alvarlega slasaðir Flugvélin var í aðflugi að bænum Varandei í Nenets-héraði nyrst í Rússlandi. Í fyrstu var talið að allir um borð hefðu dáið en að sögn Interfax-fréttastofunnar hringdu þeir sem komust lífs af eftir hjálp úr gervihnattasíma. Flugvélin var af gerðinni An-24 og var smíðuð af Sovétmönnum á sjöunda áratugnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×