Erlent

Milljón yfirgefa heimili sín

Meira en milljón manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín í Texas og Louisiana, vegna fellibylsins Rítu, sem var í morgun orðinn þriðji öflugasti fellibylur sögunnar. Ríta er nú orðin fimmta stigs fellibylur, og þar með öflugri en Katrín, sem lagði New Orleans í rúst. Ríta hefur enn ekki náð landi í Texas, en ef fram heldur sem horfir verður hún öflugasti fellibylur sem nokkurn tíma hefur riðið þar yfir og aðeins þriðji fimmta stigs fellibylur sögunnar sem nær landi í Bandaríkjunum. Vindhraðinn hefur þegar náð sjötíu og átta metrum á sekúndu og virðist enn vera að aukast. - Viðbrögð íbúa í Houston og víðar þar sem búist er við Rítu, virðast mun snarpari en þegar Katrín kom að landi, enda sýndi það sig þá, að þeir sem fóru fyrst fengu mesta aðstoð. Stjórnvöld virðast sömuleiðis ekki ætla að gera sömu mistökin aftur og þegar er búið að keyra mörg hundruð bílfarma af vatni og matvælum að Mexíkóflóa, auk þess sem fjöldi björgunarsveitarmanna er þegar í startholunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×