Viðskipti innlent

Coast fær verðlaun

Fyrirsæta í coast-klæðnaði. Sala vörumerkisins Coast hefur þrefaldast á síðastliðnum fjórum árum.
Fyrirsæta í coast-klæðnaði. Sala vörumerkisins Coast hefur þrefaldast á síðastliðnum fjórum árum.

Á árlegri verðlaunahátíð breska tímaritsins Drapers í síðustu viku var Mosaic Fashions veitt verðlaun fyrir Coast-vörumerkið. Verðlaunin eru annars veitt Coast fyrir öran vöxt en sala vörumerkisins hefur þrefaldast á síðastliðnum fjórum árum. Hins vegar fyrir að hafa á stuttum tíma skapað Coast þá stöðu að vera fyrsti valkostur fyrir konur í leit að tækifærisklæðnaði.

Í fréttatilkynningu frá Mosaic Fashions segir að verðlaunin séu mikil viðurkenning fyrir Coast og fylgi í kjölfar verðlaunaveitingar þegar Coast var valið "rising star of 2002". Mosaic Fashions er skráð á Verðbréfaþingi Íslands og rekur verslanir undir vörumerkjunum Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×