Viðskipti innlent

Ármann ráðinn forstjór Singer & Friedlander

Ármann Þorvaldsson hefur verið ráðinn forstjóri Singer & Friedlander bankans í London. Ármann gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra hjá Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka.

Tony Shearer, fráfarandi forstjóri Singer & Friedlander, mun starfa við hlið Ármanns út nóvember til að auðvelda forstjóraskiptin. Warwick Jones, rekstrar- og fjármálastjóri Singer & Friedlander, mun jafnframt láta af störfum í mars næstkomandi. Helgi Bergs tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka af Ármanni Þorvaldssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×