Viðskipti innlent

Vöruskiptahalli eykst enn

Vöruskiptahalli við útlönd nam 11,8 milljörðum króna í ágústmánuði og jókst um sex milljarða frá sama tímabiliu í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Fluttar út vörur fyrir 14,2 milljarða króna og inn fyrir 25,9 milljarða króna. Þetta þýðir að halli á vöruviðskiptum við útlönd fyrstu átta mánuði ársins nemur nú 59,2 milljörðum en hann var 24,8 milljarðar á sama tímabili í fyrra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×