Innlent

Fimm þúsund ný heimili

Fréttablaðinu verður dreift í öll hús á Selfossi, Akranesi, í Hveragerði og Borgarnesi. Þegar það verður, mun blaðinu verða dreift á um níutíu þúsund heimili. Þá fá um 85 prósent heimila á landinu Fréttablaðið að morgi, alla daga vikunnar. Dreifing í öll hús á Selfossi hefst á föstudag eftir viku og reiknað er með að farið verði að bera blaðið út í öll hús hinna bæjanna þriggja um mánaðarmótin maí og júní. Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365, segir að verið sé að svara eftirspurn eftir Fréttablaðinu á þessum stöðum. Nú þegar er blaðinu dreift í öll hús á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og á Akureyri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×