Sport

Henry með í bikarleiknum

Allt lítur út fyrir að Thierry Henry, framherji Arsenal, verði tilbúinn í slaginn þegar Arsenal og Manchester United mætast í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff 21. maí. Henry hefur átt við nárameiðsl að stríða undanfarnar vikur og verður sennilega frá í næstu þremur deildarleikjum Arsenal sem berjast nú fyrir því að tryggja sér annað sætið í deildinni sem tryggir þá beint inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Argentínski bakvörðurinn Gabriel Heinze verður að líkindum ekki með í úrslitaleiknum en hann varð fyrir meiðslum á ökkla í sigurleik gegn Newcastle fyrir skemmstu. Þarafleiðandi verður Heinze sennilega ekki meira með á þessu tímabili en hann hefur staðið sig vel með liði Manchester á tímabilinu. Bæði liðin eiga að leika um helgina, Manchester fá WBA í heimsókn á Old Trafford á laugardaginn en Arsenal mæta Evrópumeistarakandídötunum í Liverpool á Highbury á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×