Sport

Robinson lýkur keppni

Paul Robinson markvörður Tottenham og enska landsliðisins verður ekki meira með á þessu tímabili. Robinson meiddist á hné í glæsilegum 4-0 sigurleik gegn Aston Villa um síðustu helgi og nú hefur röntgenmyndataka staðfest að liðbönd í hnénu sködduðust. Tottenham berjast nú hatrammlega fyrir sæti í UEFA keppninni að ári en þeim nægir að lenda í sjöunda sæti til þess að tryggja sér keppnisrétt þar. Tottenham sækir Middlesboro heim í Riverside á laugardaginn en liðin eru jöfn að stigum í 7.-8. sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Leikurinn er því geysimikilvægur og Tottenham menn munu sakna Robinson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×