Erlent

24 drepnir í árásum í Írak

Tuttugu og fjórir hið minnsta féllu í röð árása í Írak í morgun. Karlmaður sprengdi sig í loft upp við ráðningarstöð hersins í vesturhluta Bagdad-borgar. Byssumenn réðust á lögreglusveit, skutu tíu lögreglumenn til bana og brenndu bíla þeirra. Þá var bílsprengja sprengd skammt frá bílalest varainnanríkisráðherra landsins og féll einn lífvarða hans. Undanfarna viku hefur árásum hryðjuverka- og uppreisnarmanna enn fjölgað, en síðast í gær fórust í það minnsta sextíu í sjálfsmorðsárás í borginni Arbil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×