Erlent

28 látnir og 70 særðir

Að minnsta kosti 28 létust í sprengingu í vopnageymslu í Afganistan í morgun, þar á meðal konur og börn. Auk hinna látnu særðust 70 manns hið minnsta í sprengingunni. Vopnageymslan er sögð hafa verið í eigu leiðtoga innan afganskrar skæruliðahreyfingar í norðurhluta landsins en ekki liggur ljóst fyrir að svo stöddu hvað olli sprengingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×