Viðræður eftir helgina 1. júlí 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að á vegum íslenskra stjórnvalda fari sjö til tíu manna nefnd til fundar við fimmtán manna viðræðunefnd Bandaríkjamanna til að ræða framtíð varnarsamningsins við Bandaríkjamenn. Fundirnir verða í Washington næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Viðræðunefnd Bandaríkjamanna er búin að samræma sjónarmið milli ráðuneyta utanríkismála og varnarmála með ákveðnum atbeina Hvíta hússins. "Þetta er mjög þýðingarmikið," segir Davíð. "Fram kemur í þeim gögnum sem við höfum að gert er ráð fyrir því að þessir samningafundir verði byggðir á þeim samtölum sem ég átti við Bandaríkjaforseta, fyrrverandi utanríkisráðherra og síðan núverandi utanríkisráðherra. Þannig að ég er mjög ánægður með að það sé grundvöllurinn sem á er byggt. Ég vonast til þess að málið komist á hreyfingu á þessum fundum en býst ekki við því að fyrsti fundurinn leiði til niðurstöðu." Davíð Oddson vill ekki ræða efni fundanna nánar og segir það ekki hollt vegna viðræðnanna. "En ég held að óhætt sé að segja að við byggjum á því að varnarsamningurinn verði í heiðri hafður. En jafnframt verður að ræða breytingar sem orðið hafa í tilverunni og aðlögun að þeim." Nefnd á vegum Bandaríkjamanna, sem fjallar um fækkun herstöðva innan- og utanlands, hefur lagt til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði lagaður að breyttum öryggisaðstæðum í kjölfar kalda stríðsins. "Við höfum túlkað það svo að eðlilegt sé að laga sig að því hættumati sem menn horfa á hvarvetna í heiminum á hverjum tíma. Við teljum að við höfum þegar gert það. Um leið verðum við að líta til þess að grundvallar varnarviðbúnaður sé til staðar í samræmi við það sem varnarsáttmáli ríkjanna á að tryggja." Davíð telur ekki óeðlilegt að Íslendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú falli til vegna þess að hlutur almenns flugs gagnvart herflugi hafi breyst. "Á móti kemur að Bandaríkjaher er með þennan flugvöll og hefur leyfi til þess að taka hann ef vá stendur fyrir dyrum og fara þá með stjórn flugvallarins gersamlega. Þannig að menn hljóta að taka einnig tillit til þess sem menn ræða og athuga varðandi kostnað og dreifingu kostnaðar, segir Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að á vegum íslenskra stjórnvalda fari sjö til tíu manna nefnd til fundar við fimmtán manna viðræðunefnd Bandaríkjamanna til að ræða framtíð varnarsamningsins við Bandaríkjamenn. Fundirnir verða í Washington næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Viðræðunefnd Bandaríkjamanna er búin að samræma sjónarmið milli ráðuneyta utanríkismála og varnarmála með ákveðnum atbeina Hvíta hússins. "Þetta er mjög þýðingarmikið," segir Davíð. "Fram kemur í þeim gögnum sem við höfum að gert er ráð fyrir því að þessir samningafundir verði byggðir á þeim samtölum sem ég átti við Bandaríkjaforseta, fyrrverandi utanríkisráðherra og síðan núverandi utanríkisráðherra. Þannig að ég er mjög ánægður með að það sé grundvöllurinn sem á er byggt. Ég vonast til þess að málið komist á hreyfingu á þessum fundum en býst ekki við því að fyrsti fundurinn leiði til niðurstöðu." Davíð Oddson vill ekki ræða efni fundanna nánar og segir það ekki hollt vegna viðræðnanna. "En ég held að óhætt sé að segja að við byggjum á því að varnarsamningurinn verði í heiðri hafður. En jafnframt verður að ræða breytingar sem orðið hafa í tilverunni og aðlögun að þeim." Nefnd á vegum Bandaríkjamanna, sem fjallar um fækkun herstöðva innan- og utanlands, hefur lagt til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði lagaður að breyttum öryggisaðstæðum í kjölfar kalda stríðsins. "Við höfum túlkað það svo að eðlilegt sé að laga sig að því hættumati sem menn horfa á hvarvetna í heiminum á hverjum tíma. Við teljum að við höfum þegar gert það. Um leið verðum við að líta til þess að grundvallar varnarviðbúnaður sé til staðar í samræmi við það sem varnarsáttmáli ríkjanna á að tryggja." Davíð telur ekki óeðlilegt að Íslendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú falli til vegna þess að hlutur almenns flugs gagnvart herflugi hafi breyst. "Á móti kemur að Bandaríkjaher er með þennan flugvöll og hefur leyfi til þess að taka hann ef vá stendur fyrir dyrum og fara þá með stjórn flugvallarins gersamlega. Þannig að menn hljóta að taka einnig tillit til þess sem menn ræða og athuga varðandi kostnað og dreifingu kostnaðar, segir Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira