Viðræður eftir helgina 1. júlí 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að á vegum íslenskra stjórnvalda fari sjö til tíu manna nefnd til fundar við fimmtán manna viðræðunefnd Bandaríkjamanna til að ræða framtíð varnarsamningsins við Bandaríkjamenn. Fundirnir verða í Washington næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Viðræðunefnd Bandaríkjamanna er búin að samræma sjónarmið milli ráðuneyta utanríkismála og varnarmála með ákveðnum atbeina Hvíta hússins. "Þetta er mjög þýðingarmikið," segir Davíð. "Fram kemur í þeim gögnum sem við höfum að gert er ráð fyrir því að þessir samningafundir verði byggðir á þeim samtölum sem ég átti við Bandaríkjaforseta, fyrrverandi utanríkisráðherra og síðan núverandi utanríkisráðherra. Þannig að ég er mjög ánægður með að það sé grundvöllurinn sem á er byggt. Ég vonast til þess að málið komist á hreyfingu á þessum fundum en býst ekki við því að fyrsti fundurinn leiði til niðurstöðu." Davíð Oddson vill ekki ræða efni fundanna nánar og segir það ekki hollt vegna viðræðnanna. "En ég held að óhætt sé að segja að við byggjum á því að varnarsamningurinn verði í heiðri hafður. En jafnframt verður að ræða breytingar sem orðið hafa í tilverunni og aðlögun að þeim." Nefnd á vegum Bandaríkjamanna, sem fjallar um fækkun herstöðva innan- og utanlands, hefur lagt til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði lagaður að breyttum öryggisaðstæðum í kjölfar kalda stríðsins. "Við höfum túlkað það svo að eðlilegt sé að laga sig að því hættumati sem menn horfa á hvarvetna í heiminum á hverjum tíma. Við teljum að við höfum þegar gert það. Um leið verðum við að líta til þess að grundvallar varnarviðbúnaður sé til staðar í samræmi við það sem varnarsáttmáli ríkjanna á að tryggja." Davíð telur ekki óeðlilegt að Íslendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú falli til vegna þess að hlutur almenns flugs gagnvart herflugi hafi breyst. "Á móti kemur að Bandaríkjaher er með þennan flugvöll og hefur leyfi til þess að taka hann ef vá stendur fyrir dyrum og fara þá með stjórn flugvallarins gersamlega. Þannig að menn hljóta að taka einnig tillit til þess sem menn ræða og athuga varðandi kostnað og dreifingu kostnaðar, segir Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að á vegum íslenskra stjórnvalda fari sjö til tíu manna nefnd til fundar við fimmtán manna viðræðunefnd Bandaríkjamanna til að ræða framtíð varnarsamningsins við Bandaríkjamenn. Fundirnir verða í Washington næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Viðræðunefnd Bandaríkjamanna er búin að samræma sjónarmið milli ráðuneyta utanríkismála og varnarmála með ákveðnum atbeina Hvíta hússins. "Þetta er mjög þýðingarmikið," segir Davíð. "Fram kemur í þeim gögnum sem við höfum að gert er ráð fyrir því að þessir samningafundir verði byggðir á þeim samtölum sem ég átti við Bandaríkjaforseta, fyrrverandi utanríkisráðherra og síðan núverandi utanríkisráðherra. Þannig að ég er mjög ánægður með að það sé grundvöllurinn sem á er byggt. Ég vonast til þess að málið komist á hreyfingu á þessum fundum en býst ekki við því að fyrsti fundurinn leiði til niðurstöðu." Davíð Oddson vill ekki ræða efni fundanna nánar og segir það ekki hollt vegna viðræðnanna. "En ég held að óhætt sé að segja að við byggjum á því að varnarsamningurinn verði í heiðri hafður. En jafnframt verður að ræða breytingar sem orðið hafa í tilverunni og aðlögun að þeim." Nefnd á vegum Bandaríkjamanna, sem fjallar um fækkun herstöðva innan- og utanlands, hefur lagt til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði lagaður að breyttum öryggisaðstæðum í kjölfar kalda stríðsins. "Við höfum túlkað það svo að eðlilegt sé að laga sig að því hættumati sem menn horfa á hvarvetna í heiminum á hverjum tíma. Við teljum að við höfum þegar gert það. Um leið verðum við að líta til þess að grundvallar varnarviðbúnaður sé til staðar í samræmi við það sem varnarsáttmáli ríkjanna á að tryggja." Davíð telur ekki óeðlilegt að Íslendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú falli til vegna þess að hlutur almenns flugs gagnvart herflugi hafi breyst. "Á móti kemur að Bandaríkjaher er með þennan flugvöll og hefur leyfi til þess að taka hann ef vá stendur fyrir dyrum og fara þá með stjórn flugvallarins gersamlega. Þannig að menn hljóta að taka einnig tillit til þess sem menn ræða og athuga varðandi kostnað og dreifingu kostnaðar, segir Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira