Erlent

Sænsk lögregla skaut mann

Sænskur lögreglumaður skaut tuttugu og tveggja ára gamlan mann til bana í íbúðarhúsi í bænum Lindesberg við Örebro í Mið-Svíþjóð. Eftir því sem greint er frá á fréttavef Dagens Nyheter kölluðu foreldar mannsins lögregluna á vettvang. "Þegar lögreglumennirnir komu á staðinn var ráðist á þá," er haft eftir Torbjörn Karlsson, talsmanni lögreglunnar í Örebro. Hann segir unga manninn hafa verið mjög æstan og dregið fram hníf. Lögreglumaðurinn hafi skotið í sjálfsvörn er maðurinn réðst að honum með hnífinn á lofti. Maðurinn hafi látið lífið á staðnum. Rannsókn stendur yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×