Viðskipti innlent

Leigir olíuborpall

Chestnut-svæðið verður eitt af minnstu framleiðslueiningunum í Norðursjónum. Borpallurinn verður leigður að minnsta kosti til 30 mánaða með möguleika á framlengingu til 24 mánaða í viðbót. Heildarvirði samningsins er 64 milljónir Bandaríkjadala eða rúmir fjórir milljarðar. Atlantic Petroleum, sem er skráð á íslenska hlutabréfamarkaðinn, hækkaði um tæp níu prósent í kjölfar fréttanna af olíuborpallinum. Atlantic Petroleum á fimmtán prósent í olíuréttindum á Chestnut-svæðinu en vonir standa til að svæðið verði verulegt olíuframleiðslusvæði árið 2007.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×