Erlent

Fleiri Munch-málverkum stolið

Enn hefur málverkum eftir Edvard Munch verið stolið í Noregi. Þremur málverkum eftir Munch var stolið á hóteli fyrir utan bæinn Moss í Austfold í Noregi í gærkvöldi. Ránið var kært til lögreglu skömmu eftir klukkan ellefu en ennþá hefur ekkert til málverkanna spurst. Sjö verk eftir Munch voru til sýnis en ekki er nákvæmlega vitað hverjum þeirra var stolið. Ljóst er þó að verðmætið skiptir milljónum króna. Lögreglan hefur ekki látið neitt uppi um hvort þjófnaðurinn á málverkunum í gærkvöldi tengist ráninu á Munch-safninu í Ósló síðastliðið haust þegar Ópinu og Madonnu var stolið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×