Sport

Tryggvi sleppur

Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður KR, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign liðsins gegn Val á mánudagskvöld. Hann hefði með réttu átt að vera rekinn af velli í fyrri hálfleiknum þegar hann traðkaði á lærinu á Matthíasi Guðmundssyni, sóknarmanni Vals. Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, refsaði Tryggva þó ekki fyrir atvikið og KSÍ getur samkvæmt reglum ekki veitt honum refsingu eftir á."Dómarinn var örugglega með augun á þessu umrædda atviki því boltinn var þarna við. Dómarinn og hans samstarfsmenn hljóta að hafa séð þetta atvik og metið sem svo að ekki væri um refsivert brot að ræða, hann getur varla verið að horfa á eitthvað annað því boltinn var þarna í þessu atviki." sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, þegar DV spurði hann út í málið í gær. Málið er því ekki í neinu ferli innan KSÍ"Myndavélar geta sýnt fram á að dómarinn hafi gert rangt eða rétt en dómararnir sjá um að dæma og þeir sáu atvikið og dæmdu eftir sinni upplifun. Sá dómur er því endanlegur. Dómarinn þarf að taka ákvörðun á örskotsstundu og það getur vel verið að honum finnist þetta alvarlegra eftir að hafa séð þetta í sjónvarpinu. Hann er í þessari erfiðu stöðu að sjá þetta bara einu sinni og þarf að taka ákvörðun strax." sagði Geir, en þær reglur gilda að ekki megi nota sjónvarpsupptökur til þess að dæma menn brotlega eftir á, reyndar með undantekningum."Það er eiginlega bara eitt dómstig í fótboltanum, þessi sekúnda sem dómarinn hefur til að taka ákvörðun. Það er endanlegt. Sjónvarpsupptökur hafa verið notaðar þegar leikmönnum hefur tekist að brjóta af sér þegar dómarinn sér ekki til, þá er leyfilegt að nota þær." sagði Geir Þorsteinsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×