Sport

Henry ekki með gegn Blackburn

Thierry Henry mun ekki spila með Arsenal í undanúrslitaleiknum gegn Blackburn í FA bikarkeppninni á laugardaginn, en leikið verður á Þúsaldarvellinum í Cardiff. ,,Henry verður ekki með vegna meiðsla," staðfesti Arsene Wenger í dag. ,,Við vitum ekki hversu lengi hann verður frá fyrr en hann hefur farið í myndatöku. Það gæti verið nokkrir dagar en það gætu líka verið nokkrar vikur". Wenger mun heldur ekki taka neina áhættu með Sol Campbell, en varnarmaðurinn stæðilegi er að skríða upp úr meiðslum. ,,Campbell er byrjaður að æfa á fullu en hann er ekki tilbúinn ennþá. Hann vantar meira líkamlegt þrek til að geta spilað."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×