Sport

Henry ekki með Arsenal

Franski snillingurinn Thierry Henry, verður ekki með liði sínu Arsenal sem mætir Blackburn í undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar um helgina. Henry er meiddur á nára og knattspyrnustjóri hans, Arsene Wenger, óttast að meiðslin gætu verið alvarleg. "Þessi meiðsli gætu verið smávægileg, en þau gætu líka orðið til þess að hann missi úr nokkrar vikur. Það yrði okkur mikið áfall á endasprettinum," sagði Wenger. Wenger sagði líka frá því að hann hefði tekið ákvörðun um að hvíla varnarmann sinn Sol Campell í leiknum. "Sol er að ná heilsu á ný eftir meiðslin og hefur komið aðeins við sögu með varaliðinu. Við ætlum hinsvegar ekki að hafa hann í liðinu gegn Blackburn og tökum ákvörðun um þáttöku hans í leiknum við Chelsea eftir helgina," sagði stjórinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×