Sport

Baldur til Keflavíkur

Rúnar Arnarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, staðfesti við Fréttablaðið í gær að félagið væri við það að landa Mývetningnum Baldri Sigurðssyni frá Völsungi á Húsavík. Baldur mun að öllum líkindum skrifa undir þriggja ára samning við Keflvíkinga. "Við erum í viðræðum við Völsung og þær ganga vel. Hann er samningsbundinn þannig að við verðum að greiða fyrir hann og við munum greiða það sem við teljum vera sanngjarna upphæð," sagði Rúnar. Hann hefur þurft að berjast fyrir Baldri, sem var lánsmaður hjá Þórsurum, sem vildu lítið ræða við Keflavík. Baldur varð því að skipta aftur yfir í Völsung til þess að geta gengið til viðræðna við Keflavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×