Sport

Schumacher aðvarar Alonso

Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher, virðist vera kominn í sálfræðistríð við Fernando Alonso hjá Renault, sem er efstur í keppni ökuþóra það sem af er móti. Schumacher sagði í nýlegu viðtali að hann hefði ákveðið forskot á Spánverjann unga í næstu keppnum, því staða þeirra í keppninni væri ólík. "Ég get leyft mér að aka eins og fjandinn sé á hælunum á mér, því ég hef þannig lagað engu að tapa eftir slæma byrjun. Alonso þarf hinsvegar að vera varkár og gætinn, því hann verður að hugsa um að halda í forystu sína í stigakeppninni," sagði Schumacher, sem talar af reynslu, því hann hefur verið í hlutverki forystusauðsins nokkur ár í röð og finnst eflaust gaman að vera í sóknarhlutverki til tilbreytingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×